Eiður Smári: Þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín Smári Jökull Jónsson skrifar 13. september 2020 19:05 Eiður Smári Guðjohnsen vísir/skjáskot „Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
„Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum.
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20