Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 08:43 Hér má sjá þegar styttan var fjarlægð. John McDonnell/Washington Post via Getty Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna. Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna.
Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21
Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56