Fyrsta konan ráðin forstjóri Wall Street-banka Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 16:19 Jane Fraser tekur við stjórn Citigroup þegar núverandi forstjóri sest í helgan stein í febrúar. AP/Julian Restrepo/Citigroup Citigroup réði Jane Fraser sem forstjóra bankans. Fraser verður fyrsta konan til að gegna stöðu bankastjóri á Wall Street. Bandarískir bankar hafa legið undir gagnrýni fyrir skökk kynjahlutföll á meðal stjórnenda. Fraser tekur við af Michael Corbat þegar hann lætur af störfum í febrúar. Hann hefur starfað fyrir Citigroup í 37 og stýrt bankanum undanfarin átta ár. Hún hefur verið yfirmaður viðskiptabankastarfsemi hans síðasta árið og starfað fyrir bankann í sextán ár. Eftir nám við Harvard-viðskiptaskólann og Cambridge-háskóla hóf Fraser, sem fæddist í Skotlandi, feril sinn í fjármálageirum hjá Goldman Sachs í London. Hún varð meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey en gekk síðar til liðs við Citigroup. Bandaríski bankinn Wells Fargo er sagður hafa íhugað að ráða hana sem forstjóra nýlega. Aðeins 31 kona stýrir stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna sem eru skráð í S&P500-vísitölunni. Alison Rose varð fyrsta konan til að stýra einum af fjórum stærstu bönkum Bretlands þegar hún var ráðin forstjóri Royal Bank of Scotland í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Citigroup réði Jane Fraser sem forstjóra bankans. Fraser verður fyrsta konan til að gegna stöðu bankastjóri á Wall Street. Bandarískir bankar hafa legið undir gagnrýni fyrir skökk kynjahlutföll á meðal stjórnenda. Fraser tekur við af Michael Corbat þegar hann lætur af störfum í febrúar. Hann hefur starfað fyrir Citigroup í 37 og stýrt bankanum undanfarin átta ár. Hún hefur verið yfirmaður viðskiptabankastarfsemi hans síðasta árið og starfað fyrir bankann í sextán ár. Eftir nám við Harvard-viðskiptaskólann og Cambridge-háskóla hóf Fraser, sem fæddist í Skotlandi, feril sinn í fjármálageirum hjá Goldman Sachs í London. Hún varð meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey en gekk síðar til liðs við Citigroup. Bandaríski bankinn Wells Fargo er sagður hafa íhugað að ráða hana sem forstjóra nýlega. Aðeins 31 kona stýrir stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna sem eru skráð í S&P500-vísitölunni. Alison Rose varð fyrsta konan til að stýra einum af fjórum stærstu bönkum Bretlands þegar hún var ráðin forstjóri Royal Bank of Scotland í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira