Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 21:29 Lögregla ræðir hér við ökumann bílsins. Mynd/Elías Þórsson Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig. Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig.
Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“