Sancho nær Old Trafford eftir Íslandsdvölina Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 20:30 Jadon Sancho sækir að Herði Björgvini Magnússyni sem gekk vel að verjast enska kantmanninum. VÍSIR/GETTY Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur eftir heimildum að vonir Manchester United um að landa enska landsliðsmanninum Jadon Sancho frá Dortmund hafi nú aukist. ESPN segir að United sé skrefi nær því að ná samkomulagi um laun Sancho og greiðslur til umboðsmanns hans, en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano fullyrðir reyndar á Twitter að það sé ekkert vandamál í gangi varðandi samkomulag á milli leikmannsins og United. Hann vilji ólmur fara á Old Trafford og spurningin snúist eingöngu um það hvort að félögin nái saman. Dortmund er sagt vilja 120 milljónir evra fyrir hinn tvítuga kantmann, sem var í byrjunarliði Englands gegn Íslandi á Laugardalsvelli en náði lítið að setja mark sitt á leikinn. Jadon Sancho has an agreement on personal terms with Man United by months. Never had problems, he d love to join #MUFC. It s up to the club - 120m to BVB or nothing.The real story about contract and agents fee, told today on Here we go podcast > https://t.co/iAyq3POGUJ https://t.co/vFzy2GC8a5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 9, 2020 United telur uppsett verð „óraunhæft“ á tímum kórónuveirufaraldursins sem hafi mikil áhrif á fjárhag knattspyrnufélaga heimsins. ESPN segir að Sancho sé efstur á óskalista Ole Gunnars Solskjær og að félagið vinni að tilboði sem sé nálægt því sem Dortmund óski, en að upphæðin muni dreifast yfir lengri tíma og verða háð ákveðnum skilyrðum. Íþróttastjóri Dortmund sagði reyndar fyrr í sumar að tíminn væri útrunninn varðandi möguleikann á að Sancho færi fyrir 5. október, þegar félagaskiptaglugginn lokast. Sú fullyrðing hefur verið tekin hæfilega alvarlega í fjölmiðlum. United hefur keypt einn leikmann í sumar en það er hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek sem mættur er til félagsins og byrjaði að æfa í dag. Hann var með hollenska landsliðinu síðustu daga en æfði í dag með Harry Maguire fyrirliða og fleirum. Enski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur eftir heimildum að vonir Manchester United um að landa enska landsliðsmanninum Jadon Sancho frá Dortmund hafi nú aukist. ESPN segir að United sé skrefi nær því að ná samkomulagi um laun Sancho og greiðslur til umboðsmanns hans, en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano fullyrðir reyndar á Twitter að það sé ekkert vandamál í gangi varðandi samkomulag á milli leikmannsins og United. Hann vilji ólmur fara á Old Trafford og spurningin snúist eingöngu um það hvort að félögin nái saman. Dortmund er sagt vilja 120 milljónir evra fyrir hinn tvítuga kantmann, sem var í byrjunarliði Englands gegn Íslandi á Laugardalsvelli en náði lítið að setja mark sitt á leikinn. Jadon Sancho has an agreement on personal terms with Man United by months. Never had problems, he d love to join #MUFC. It s up to the club - 120m to BVB or nothing.The real story about contract and agents fee, told today on Here we go podcast > https://t.co/iAyq3POGUJ https://t.co/vFzy2GC8a5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 9, 2020 United telur uppsett verð „óraunhæft“ á tímum kórónuveirufaraldursins sem hafi mikil áhrif á fjárhag knattspyrnufélaga heimsins. ESPN segir að Sancho sé efstur á óskalista Ole Gunnars Solskjær og að félagið vinni að tilboði sem sé nálægt því sem Dortmund óski, en að upphæðin muni dreifast yfir lengri tíma og verða háð ákveðnum skilyrðum. Íþróttastjóri Dortmund sagði reyndar fyrr í sumar að tíminn væri útrunninn varðandi möguleikann á að Sancho færi fyrir 5. október, þegar félagaskiptaglugginn lokast. Sú fullyrðing hefur verið tekin hæfilega alvarlega í fjölmiðlum. United hefur keypt einn leikmann í sumar en það er hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek sem mættur er til félagsins og byrjaði að æfa í dag. Hann var með hollenska landsliðinu síðustu daga en æfði í dag með Harry Maguire fyrirliða og fleirum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41