Nýtrúlofaður tengdasonur Mosfellsbæjar í beinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 16:30 Patrick Mahomes kastar boltanum í Super Bowl sigri Kansas City Chiefs á San Francisco 49ers í febrúar. Getty/ Focus on Sport NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady. NFL Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady.
NFL Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira