Nýtrúlofaður tengdasonur Mosfellsbæjar í beinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 16:30 Patrick Mahomes kastar boltanum í Super Bowl sigri Kansas City Chiefs á San Francisco 49ers í febrúar. Getty/ Focus on Sport NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady. NFL Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira