Segir að tapið gegn Íslandi muni alltaf sitja í leikmönnum enska liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 15:35 Jordan Henderson og Roy Hodgson, þjálfari Englands, á EM 2016. Julian Finney/Getty Images Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. Þetta kemur fram í stuttu spjalli við Daily Mail en viðtal Henderson var hluti af ítarlegu viðtali miðilsins við Ragnar Sigurðsson, annan af markaskorurum Íslands í leiknum. „Leikurinn gegn Íslandi mun alltaf sitja í mér. Ég veit það er auðvelt að segja að maður verði að læra af svona lífsreynslu og nota það til að hvetja sig áfram svo það gerist ekki aftur. Ég held samt að leikurinn muni alltaf sitja í þeim leikmönnum sem tóku þátt þátt í leiknum,“ segir Henderson um það að hafa tapað 2-1 fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM. „Þetta var slæmur dagur fyrir alla sem tóku þátt. Ég hef líklega aldrei verið á verri stað á ferli mínum en ég var eftir leikinn. Jafnvel þó ég hafi ekki spilað þá fannst mér ég vera hluti af liðinu. Við vorum allir í þessum saman og við höfðum allir trú á okkur sem liði.“ „Við brugðumst öllum. Þjóðinni, stuðningsmönnunum og þjálfaranum. Það var ömurlegt andrúmsloft í búningsklefanum eftir leik, virkilega ömurlegt. Það var mikið af tilfinningum fljótandi um og þjálfarinn lét tilfinningarnar bera sig ofurliði þegar hann talaði við okkur eftir leik. Það var ekki fallegt en við erum allir mennskir.“ „Stundum heldur fólk að við séum vélar sem þau geti bara hent hverju sem er í og gagnrýnt okkur að vild. Ég get hins vegar sagt ykkur að okkur stendur ekki á sama. Við skyldum þó af hverju stuðningsfólk okkar var reitt. Það hafði allan rétt á að gagnrýna okkur,“ sagði Henderson. Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, líkt fjölmiðlastorminum í Englandi eftir tapið gegn Íslandi við blóðbað. Fótbolti EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. Þetta kemur fram í stuttu spjalli við Daily Mail en viðtal Henderson var hluti af ítarlegu viðtali miðilsins við Ragnar Sigurðsson, annan af markaskorurum Íslands í leiknum. „Leikurinn gegn Íslandi mun alltaf sitja í mér. Ég veit það er auðvelt að segja að maður verði að læra af svona lífsreynslu og nota það til að hvetja sig áfram svo það gerist ekki aftur. Ég held samt að leikurinn muni alltaf sitja í þeim leikmönnum sem tóku þátt þátt í leiknum,“ segir Henderson um það að hafa tapað 2-1 fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM. „Þetta var slæmur dagur fyrir alla sem tóku þátt. Ég hef líklega aldrei verið á verri stað á ferli mínum en ég var eftir leikinn. Jafnvel þó ég hafi ekki spilað þá fannst mér ég vera hluti af liðinu. Við vorum allir í þessum saman og við höfðum allir trú á okkur sem liði.“ „Við brugðumst öllum. Þjóðinni, stuðningsmönnunum og þjálfaranum. Það var ömurlegt andrúmsloft í búningsklefanum eftir leik, virkilega ömurlegt. Það var mikið af tilfinningum fljótandi um og þjálfarinn lét tilfinningarnar bera sig ofurliði þegar hann talaði við okkur eftir leik. Það var ekki fallegt en við erum allir mennskir.“ „Stundum heldur fólk að við séum vélar sem þau geti bara hent hverju sem er í og gagnrýnt okkur að vild. Ég get hins vegar sagt ykkur að okkur stendur ekki á sama. Við skyldum þó af hverju stuðningsfólk okkar var reitt. Það hafði allan rétt á að gagnrýna okkur,“ sagði Henderson. Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, líkt fjölmiðlastorminum í Englandi eftir tapið gegn Íslandi við blóðbað.
Fótbolti EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira