Samræma þjónustu fyrir flóttafólk sem kemur til landsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2020 14:30 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn. Á síðustu tuttugu mánuðum hefur metfjöldi hælisleitenda fengið dvalarleyfi hér á landi, alls sjö hundruð manns. Af þeim hafa fimm hundruð valið að búa í Reykjavík og sér borgin því um stuðning og ráðgjöf fyrir hópinn eftir að hann hefur fengið dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Í langflestum tilvikum kemur fólk hingað allslaust og fær framfærslustyrk og stuðningsþjónustu frá ríki og borg. Útgjöld Reykjavíkurborgar hafa aukist mikið vegna málaflokksins síðustu ár og í vikunni kom fram að velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir 100 milljón króna fjárframlagi frá ríkinu vegna félagsþjónustu við hópinn og óskaði eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið vegna samræmdrar þjónustu við flóttafólk. Rauði krossinn sér um margs konar þjónustu við flóttafólk og þar hefur komið fram að mikilvægt sé að samræma aðgerðir milli stofnana þegar kemur að málaflokknum. Munu svo setjast niður og meta árangurinn Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. „Það er búið að ganga frá samningum þar á milli um tilraunaverkefni til eins árs. Við erum að keyra það af stað. Það fylgir þessu fjármagn til þessa árs og að loknu þessu ætlum við að setjast niður og meta árangurinn,“ segir Ásmundur. Aðspurður um kröfu Reykjavíkurborgar um aukið fjárframlag frá ráðuneytinu segir Ásmundur: „Við erum að vinna eftir þeirri fjáraukningu sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins. Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa miðað við þá upphæð. Ef við eigum að hefja þá samninga á nýjan leik þá kostar það tafir vegna þess að það er allt tilbúið til að fara af stað,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Hælisleitendur Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn. Á síðustu tuttugu mánuðum hefur metfjöldi hælisleitenda fengið dvalarleyfi hér á landi, alls sjö hundruð manns. Af þeim hafa fimm hundruð valið að búa í Reykjavík og sér borgin því um stuðning og ráðgjöf fyrir hópinn eftir að hann hefur fengið dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Í langflestum tilvikum kemur fólk hingað allslaust og fær framfærslustyrk og stuðningsþjónustu frá ríki og borg. Útgjöld Reykjavíkurborgar hafa aukist mikið vegna málaflokksins síðustu ár og í vikunni kom fram að velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir 100 milljón króna fjárframlagi frá ríkinu vegna félagsþjónustu við hópinn og óskaði eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið vegna samræmdrar þjónustu við flóttafólk. Rauði krossinn sér um margs konar þjónustu við flóttafólk og þar hefur komið fram að mikilvægt sé að samræma aðgerðir milli stofnana þegar kemur að málaflokknum. Munu svo setjast niður og meta árangurinn Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. „Það er búið að ganga frá samningum þar á milli um tilraunaverkefni til eins árs. Við erum að keyra það af stað. Það fylgir þessu fjármagn til þessa árs og að loknu þessu ætlum við að setjast niður og meta árangurinn,“ segir Ásmundur. Aðspurður um kröfu Reykjavíkurborgar um aukið fjárframlag frá ráðuneytinu segir Ásmundur: „Við erum að vinna eftir þeirri fjáraukningu sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins. Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa miðað við þá upphæð. Ef við eigum að hefja þá samninga á nýjan leik þá kostar það tafir vegna þess að það er allt tilbúið til að fara af stað,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Hælisleitendur Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00