Southgate segir að England muni ekki vanmeta Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 13:00 Southgate ræddi við Henry Birgi um leik Íslands og Englands. Mynd/Stöð 2 Sport Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir engar líkur á því að England muni vanmeta Ísland er liðin mætast á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Er þetta fyrsti leikur beggja landa á nýju tímabili Þjóðadeildarinnar og í fyrsta sinn sem þau mætast síðan Ísland sló England út af Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Gareth Southgate um leik dagsins. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Það er á ensku og ótextað. Varðandi undirbúning Englands „Breyttar aðstæður fyrir okkur öll. Ekki bara vegna þeirra takmarkmanna sem hafa verið settar út af Covid heldur líka vegna þess hvar við erum á tímabilinu. Það þurfti því að undirbúa og skipleggja allt mjög vel en allir leikmennirnir hafa brugðist vel við og æft af krafti svo við erum mjög ánægð með undirbúninginn til þessa.“ „Meirihluti liðsins hefur verið með okkur lengi svo þeir skilja hvað viljum gera og nýju leikmennirnir hafa flestir spilað með yngri liðum okkar. Það hjálpar okkur þó það sé auðvitað ekki æskilegt að fara tíu mánuði án þess að spila landsleik. Mér líkar vel við leikmannahópinn sem ég valdi og tel að við munum standa okkur vel,“ sagði Southgate um þann langa tíma sem hefur liðið síðan England spilaði síðast landsleik. Fá ungir og efnilegir leikmenn Englands tækifæri í dag? „Ég held við höfum alltaf spilað ungum leikmönnum. Við trúm því að ef leikmaður er nægilega góður þá skiptir aldur ekki máli. Við munum ekki setja þá í liðið bara af því þeir eru ungir. Við erum með nokkra mjög góða unga leikmenn en að sama skapi mjög góða reynslumikla leikmenn og það er einnig mikilvægt.“ „Reynslumiklu leikmennirnir okkar eiga allir nóg eftir svo við erum með gott jafnvægi í liðinu.“ Um mögulegt vanmat á Íslenska liðinu Aðspurður hvort enska liðið gæti vanmetið það íslenska þar sem það vantar leikmenn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þá glotti Southgate einfaldlega og gaf til kynna að það væri ekki möguleiki á því eftir leik liðanna fyrir fjórum árum síðan. „Ég sé England ekki vanmeta Ísland á neinum tímapunkti. Við vitum hvaða áskorun bíður okkar. Við gerum okkur grein fyrir þeim árangri sem liðið hefur náð undanfarin ár, ótrúlegt afrek miðað við íbúafjölda. Góður þjálfari sem er með skýra sýn á hvað hann vill gera, gott lið sem veit hvernig það vill spila og með skýr markmið. Við verðum því að spila mjög vel til að vinna.“ „Við notum leikinn (gegn Íslandi á EM) sem dæmi um hversu langt við erum komnir sem lið. Stærstu mistökin í þeim leik var þolinmæði leikmanna á boltann. Miðað við hvernig Ísland spilar þá eiga þeir alltaf möguleika á að skora mörk svo þú verður að skapa þér góð marktækifæri gegn þeim. Ég held að liðið hafi verið frekar ungt þetta kvöld og tóku ekki réttar ákvarðanir, voru að flýta sér og tóku skot sem þeir myndu ekki taka í dag.“ Varðandi Harry Maguire „Nei ég sé ekki eftir því að hafa valið hann. Hann á stuðning minn skilið og ég held að flestir geri sér grein fyrir þeim flóknu aðstæðum sem var ekki greint frá í upphafi. Ég sé því ekki eftir að hafa valið hann í upphaflega hópinn en ég vissi að við gætum þurft að draga hann út úr hópnum vegna málsins í Grikklandi. Fyrir mér er þetta búið og hann þarf að taka sér frí. Held hann hafi aðeins náð 4-5 dögum í frí áður en þessi risa atburður í lífi hans átti sér stað. Það er jákvætt að félag hans (Manchester United) er að gefa honum aðeins meiri tíma til að jafna sig. Það er því engin ástæða fyrir því að við getum ekki valið hann í næsta landsliðsverkefni í október.“ Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport. Við byrjum að hita upp klukkutíma fyrir leik. Klippa: Henry Birgir spjallaði við Gareth Southgate Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Rikki G ræddi við Henry Winter, einn virtasta íþróttablaðamann Bretlandseyja, fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir Times Sport. 5. september 2020 11:30 Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Heimir harmar að Aron Einar komist ekki í leikinn gegn Englandi Heimir Hallgrímsson harmar það að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson geti ekki spilað gegn Englandi á morgun. 4. september 2020 22:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir engar líkur á því að England muni vanmeta Ísland er liðin mætast á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Er þetta fyrsti leikur beggja landa á nýju tímabili Þjóðadeildarinnar og í fyrsta sinn sem þau mætast síðan Ísland sló England út af Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Gareth Southgate um leik dagsins. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Það er á ensku og ótextað. Varðandi undirbúning Englands „Breyttar aðstæður fyrir okkur öll. Ekki bara vegna þeirra takmarkmanna sem hafa verið settar út af Covid heldur líka vegna þess hvar við erum á tímabilinu. Það þurfti því að undirbúa og skipleggja allt mjög vel en allir leikmennirnir hafa brugðist vel við og æft af krafti svo við erum mjög ánægð með undirbúninginn til þessa.“ „Meirihluti liðsins hefur verið með okkur lengi svo þeir skilja hvað viljum gera og nýju leikmennirnir hafa flestir spilað með yngri liðum okkar. Það hjálpar okkur þó það sé auðvitað ekki æskilegt að fara tíu mánuði án þess að spila landsleik. Mér líkar vel við leikmannahópinn sem ég valdi og tel að við munum standa okkur vel,“ sagði Southgate um þann langa tíma sem hefur liðið síðan England spilaði síðast landsleik. Fá ungir og efnilegir leikmenn Englands tækifæri í dag? „Ég held við höfum alltaf spilað ungum leikmönnum. Við trúm því að ef leikmaður er nægilega góður þá skiptir aldur ekki máli. Við munum ekki setja þá í liðið bara af því þeir eru ungir. Við erum með nokkra mjög góða unga leikmenn en að sama skapi mjög góða reynslumikla leikmenn og það er einnig mikilvægt.“ „Reynslumiklu leikmennirnir okkar eiga allir nóg eftir svo við erum með gott jafnvægi í liðinu.“ Um mögulegt vanmat á Íslenska liðinu Aðspurður hvort enska liðið gæti vanmetið það íslenska þar sem það vantar leikmenn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þá glotti Southgate einfaldlega og gaf til kynna að það væri ekki möguleiki á því eftir leik liðanna fyrir fjórum árum síðan. „Ég sé England ekki vanmeta Ísland á neinum tímapunkti. Við vitum hvaða áskorun bíður okkar. Við gerum okkur grein fyrir þeim árangri sem liðið hefur náð undanfarin ár, ótrúlegt afrek miðað við íbúafjölda. Góður þjálfari sem er með skýra sýn á hvað hann vill gera, gott lið sem veit hvernig það vill spila og með skýr markmið. Við verðum því að spila mjög vel til að vinna.“ „Við notum leikinn (gegn Íslandi á EM) sem dæmi um hversu langt við erum komnir sem lið. Stærstu mistökin í þeim leik var þolinmæði leikmanna á boltann. Miðað við hvernig Ísland spilar þá eiga þeir alltaf möguleika á að skora mörk svo þú verður að skapa þér góð marktækifæri gegn þeim. Ég held að liðið hafi verið frekar ungt þetta kvöld og tóku ekki réttar ákvarðanir, voru að flýta sér og tóku skot sem þeir myndu ekki taka í dag.“ Varðandi Harry Maguire „Nei ég sé ekki eftir því að hafa valið hann. Hann á stuðning minn skilið og ég held að flestir geri sér grein fyrir þeim flóknu aðstæðum sem var ekki greint frá í upphafi. Ég sé því ekki eftir að hafa valið hann í upphaflega hópinn en ég vissi að við gætum þurft að draga hann út úr hópnum vegna málsins í Grikklandi. Fyrir mér er þetta búið og hann þarf að taka sér frí. Held hann hafi aðeins náð 4-5 dögum í frí áður en þessi risa atburður í lífi hans átti sér stað. Það er jákvætt að félag hans (Manchester United) er að gefa honum aðeins meiri tíma til að jafna sig. Það er því engin ástæða fyrir því að við getum ekki valið hann í næsta landsliðsverkefni í október.“ Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport. Við byrjum að hita upp klukkutíma fyrir leik. Klippa: Henry Birgir spjallaði við Gareth Southgate Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Rikki G ræddi við Henry Winter, einn virtasta íþróttablaðamann Bretlandseyja, fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir Times Sport. 5. september 2020 11:30 Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Heimir harmar að Aron Einar komist ekki í leikinn gegn Englandi Heimir Hallgrímsson harmar það að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson geti ekki spilað gegn Englandi á morgun. 4. september 2020 22:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira
Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Rikki G ræddi við Henry Winter, einn virtasta íþróttablaðamann Bretlandseyja, fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir Times Sport. 5. september 2020 11:30
Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30
„Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00
Heimir harmar að Aron Einar komist ekki í leikinn gegn Englandi Heimir Hallgrímsson harmar það að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson geti ekki spilað gegn Englandi á morgun. 4. september 2020 22:00