Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 11:30 Henry Winter er einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlands. Hann talaði við Rikka G fyrir leik Íslands og Englands. Mynd/Stöð 2 Sport Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, hafði ekkert nema jákvæða hluti að segja um íslenska liðið fyrir leik liðanna í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir The Times á Englandi. Hann ræddi við Rikka G fyrir leik en það er ljóst að Winter er mjög hrifinn af landi og þjóð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 eins og frægt er orðið. Fyrir leik verður klukkutímalöng upphitun þar sem meðal annars má sjá viðtalið við Winter í heild sinni en hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu. Winter hefur eytt síðustu dögum í sóttkví en það kom ekki að sök þar sem hann hefur áður komið til Íslands og segist elska land og þjóð. Hann stefnir á að koma hingað í framtíðinni og eyða dágóðum tíma í að skoða enn betur það sem hann hefur ekki enn séð hér á landi. Old geyser, Geysir, Iceland #eng pic.twitter.com/uOIN3swUgI— Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2020 Hvað veistu um íslenska liðið? „Ég er enn að jafna mig eftir Nice [þar sem Ísland sló England út af EM 2016]. Það var mjög sársaukafull upplifun, Hodgson þurfti að fara strax og fólk efaðist um getu leikmanna.“ „Gagnrýnin var rosalega, þetta var stormur. Þið lendið í roki hér á Íslandi en fjölmiðlastormur á Englandi getur verið blóðbað. Svo við berum mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.“ „Ég veit að það vantar suma af bestu leikmönnum liðsins, eins og Gylfa [Þór] Sigurðsson og Aron [Einar] Gunnarsson, ég held þið berið nöfnin fram svona. Alltaf þegar ég sé Aron spila þá spilar hann með hjartanu en jafnframt heilanum.“ „Miðað við það sem ég hef séð af Íslandi og íslensku samfélagi þá eruð þið mjög gáfuð og vel menntuð þjóð en að sama skapi mjög ástríðufull. Það sést vel í fótboltanum að mínu mati. Sést á hreyfingum Gylfa inn á vellinum en þú sérð einnig ástríðu leikmanna.“ „Mér líkar vel við leikmenn eins og [Kára] Árnason, fyrirliða liðsins. Eða ég reikna með því að hann verði fyrirliði gegn Englandi. Ég held að einn besti leikur sem hann hafi spilað hafi verið gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo. Til að spila vel gegn einum besta leikmanni sögunnar þá þarftu að vera mjög klár sem og góður íþróttamaður.“ Hér að neðan má sjá bútinn úr viðtalinu við Henry en við minnum á að viðtalið í heild sinni verður birt í upphitun fyrir leik Íslands og Englands á Stöð 2 Sport. Klippa: Segir íslenska liðið klókt sem og ástríðufullt á velli Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, hafði ekkert nema jákvæða hluti að segja um íslenska liðið fyrir leik liðanna í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir The Times á Englandi. Hann ræddi við Rikka G fyrir leik en það er ljóst að Winter er mjög hrifinn af landi og þjóð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 eins og frægt er orðið. Fyrir leik verður klukkutímalöng upphitun þar sem meðal annars má sjá viðtalið við Winter í heild sinni en hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu. Winter hefur eytt síðustu dögum í sóttkví en það kom ekki að sök þar sem hann hefur áður komið til Íslands og segist elska land og þjóð. Hann stefnir á að koma hingað í framtíðinni og eyða dágóðum tíma í að skoða enn betur það sem hann hefur ekki enn séð hér á landi. Old geyser, Geysir, Iceland #eng pic.twitter.com/uOIN3swUgI— Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2020 Hvað veistu um íslenska liðið? „Ég er enn að jafna mig eftir Nice [þar sem Ísland sló England út af EM 2016]. Það var mjög sársaukafull upplifun, Hodgson þurfti að fara strax og fólk efaðist um getu leikmanna.“ „Gagnrýnin var rosalega, þetta var stormur. Þið lendið í roki hér á Íslandi en fjölmiðlastormur á Englandi getur verið blóðbað. Svo við berum mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.“ „Ég veit að það vantar suma af bestu leikmönnum liðsins, eins og Gylfa [Þór] Sigurðsson og Aron [Einar] Gunnarsson, ég held þið berið nöfnin fram svona. Alltaf þegar ég sé Aron spila þá spilar hann með hjartanu en jafnframt heilanum.“ „Miðað við það sem ég hef séð af Íslandi og íslensku samfélagi þá eruð þið mjög gáfuð og vel menntuð þjóð en að sama skapi mjög ástríðufull. Það sést vel í fótboltanum að mínu mati. Sést á hreyfingum Gylfa inn á vellinum en þú sérð einnig ástríðu leikmanna.“ „Mér líkar vel við leikmenn eins og [Kára] Árnason, fyrirliða liðsins. Eða ég reikna með því að hann verði fyrirliði gegn Englandi. Ég held að einn besti leikur sem hann hafi spilað hafi verið gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo. Til að spila vel gegn einum besta leikmanni sögunnar þá þarftu að vera mjög klár sem og góður íþróttamaður.“ Hér að neðan má sjá bútinn úr viðtalinu við Henry en við minnum á að viðtalið í heild sinni verður birt í upphitun fyrir leik Íslands og Englands á Stöð 2 Sport. Klippa: Segir íslenska liðið klókt sem og ástríðufullt á velli Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30
„Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00