Erlent

Óeirðir í Leipzig aðra nóttina í röð

Atli Ísleifsson skrifar
Fólkið lagði umrætt hús undir sig þann 21. ágúst síðastliðinn.
Fólkið lagði umrætt hús undir sig þann 21. ágúst síðastliðinn. Getty

Óeirðir voru á götum þýsku borgarinnar Leipzig aðra nóttina í röð eftir að lögregla lét fjarlægja hústökufólk úr húsi í hverfinu Connewitz. Búið er að boða til frekari mótmæla í kvöld.

Lögregla segir að hópur mótmælenda hafi kastað flöskum og steinum í átt að lögreglumönnum og lögreglustöð, auk þess að kveikt hafi verið í rusli og vegatálmum komið fyrir til að hindra umferð.

Lögregla áætlar að milli tvö hundruð og þrjú hundruð manns hafi safnast saman þar sem þau létu óánægju sína með að lögregla hafi rýmt umrætt hús fyrr í vikunni. Eigandi hússins hafði leitað aðstoðar lögreglu eftir að fólk hafði komið sér þar fyrir í heimildarleysi þann 21. ágúst síðastliðinn.

Talsmaður lögreglu segir að átta lögreglumenn hafi slasast í óeirðunum í nótt og þá hafi sex lögreglubílar skemmst.

Óeirðalögregla og þyrla voru kölluð út á staðinn og notaðist lögregla einnig við táragas til að dreifa mannfjöldanum. Í frétt DW segir að flestir mótmælenda hafi verið klæddir í hettupeysu og í svörtu.

Í mótmælunum á fimmudagskvöld söfnuðust saman um hundrað manns og þar sem 22 voru handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×