Þór akureyri tapaði óvænt Bjarni Bjarnason skrifar 4. september 2020 18:00 Vodafone deildin rafíþróttir Exile kom Þór á óvart Liðsmenn Exile fylgdust greinilega vel með í síðustu umferð þegar að Þórsarar fengu slæma útreið í boði Dusty. Exile sem voru heimavallar lið þvinguðu Þór aftur í sama kort og færðu sér í nyt upplýsingar úr fyrri umferð. Exile spiluðu vörn í fyrri hálfleik og lokuðu þeir vel á Þór. Þór áttu mjög góðar fléttur en misstu of fljótt trú á þeim er leið á leikinn. Leikmaður Exile, Zerg (Alastair Kristinn Rendall) var burðarstólpi í liði Exile og spilaði stórt hlutverk í að draga úr Þórsurum. Lauk fyrri hálfleik 10 - 5 fyrir Exile. Þórsarar rétt mörðu upphafslotu seinni hálfleiks og náðu með sigri þar ákveðnum stíganda. BDSM (Bjarki Viðarsson) mætti til leiks í síðari hálf leik ásamt aNdrehh (Andri Már Einarsson) sem hafði ekkert sést í fyrri hálfleik. Leikmenn Þórs náðu að jafna metin í stöðuna 11 - 11 og við tók hnífjafn leikur þar sem liðin skiptust á lotum. Exile menn áttu djarfan leik þegar þeir keyrðu í gegnum reyk sem Þór hafði hent niður. En áhættan var þess virði því þetta kom Þórsurum að óvörum og skilaði Exile lotunni. Það var önnur sambærileg ákvörðun sem skilaði Exile svo sigur lotunni þegar þeir hlupu í gegnum eld á B-svæði og komu Þórsurum á óvart með þessari skyndisókn. Voru liðin tiltölulega jöfn í leiknum en herslumunurinn var sá að Exile hungraði meira í sigurinn en Þór. Zerq tryggði sér titilinn citical maður umferðarinnar með þessari frammistöðu sem er maður leiksins að mati Halldórs Má, sérfræðing Vodafonedeildarinnar sem útnefnir critical leikmann hvers leiks og umferðar. Halldór er einn virtasti fyrrum leikmaður landsins í CS:GO og er þekktur í leiknum sem critical. Fylkir og Hafið í tvöfaldri framlengingu. Fylkir valdi kortið Vertigo sem heimavöllinn sinn gegn feikna sterku liði Hafsins sem var spáð öðru sæti af fyrirliðum leikja í Vodafonedeildinni. HaFiÐ byrjaði vel er þeir tóku fyrstu loturnar en þeir Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) og viruz (Magnús Árni Magnússon) leiddu lið Fylkis áfram og komu þeim aftur á réttan kjöl eftir erfiða byrjun. Fylkir svaraði vel fyrir sig og leikmenn Fylkis tóku öll völd í fyrri hálfleiknum sem endaði 10 - 5 Fylki í vil. Leikmenn Fylkis voru að spila frábærlega og það var ekki veikan hlekk að sjá. HaFiÐ náði þó hægt og rólega að spila sig aftur inn í leikinn með frábærum leik hjá Tony (Antonio Salvador) og allee (Alfreð Leó Svansson) þeir ítrekað felldu leikmenn Fylkis þegar Fylkismenn voru komnir í yfirtölu og voru líklegri til að taka lotuna. Hafinu tókst í blálokin að taka forystuna, þvert á gang leiksins. Þegar Hafið virtist vera að stela sigrinum 14-16 þá átti viruz (Magnús Árni Magnússon) rosalega mikilvæga lotu og felldi hann þrjá af leikmönnum Hafsins þegar Fylkir þurfti mest á því að halda. Staðan var 15-15 og við tók tvöföld framlenging þar sem liðin skiptust á lotum og ótrúlegum tilþrifum. Leikmenn Fylkis þreyttust þó að lokum. Var það allt sem HaFiÐ þurfti og tókst þeim landa sigri í annarri framlengingu, lokatölur 20-22. Það er ekki við leikmenn Fylkis að sakast þar sem að þeir voru klárlega betra liðið en óheflaðir hæfileikar leikmanna Hafsins voru eitthvað sem þeir náðu ekki að beisla. GOAT hristi í stoðum Dusty sem mættu kærulausir til leiks Dusty mættu vel heitir til leiks eftir að hafa nýtt sér heimavallarréttinn og völdu að spila kortið Mirage. Líklega með það í huga að klára þetta auðveldlega eftir að hafa rúllað yfir Þór í síðustu umferð í Mirage. Dusty menn voru kokhraustir og mættu með sömu lætin og virkuðu gegn Þór. Þeir gerðu þeir sér lítið fyrir og eignuðu sér fyrstu lotuna þar sem EddezeNN (Eðvarð Þór Heimisson) felldi 3 af leikmönnum GOAT. Komandi lotur féllu Dusty í vil og virtist þetta ætla að verða stuttur leikur. Hvort það var agaleysi eða leikmenn Dusty að flýta sér þá fóru þeir að spila mjög festulausan leik. GOAT létu ekki segja sér það tvisvar og nýttu sér tækifærið til að hrifsa til sín þó nokkrar lotur. Fyrri hluti endaði 9 - 6 fyrir Dusty í vil. Í seinni hálfleik mætti Dusty loksins til leiks eftir kæruleysið og fóru að bera aðeins meiri virðingu fyrir GOAT og kláruðu leikinn 16 - 8. GOAT sýndi það í leiknum að það skal ekki vanmeta þá, en gæðamunurinn á stjörnunum í Dusty og leikmönnum GOAT var of mikill þegar Dusty settu hugann í leikinn. StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og EddezeNNN voru öflugir með um 30 fellur hvor. En hjá GOAT stóð DOM (Daníel Örn Melstað) sig mjög vel og gerði tilkall til nafnbótar. Utan dagskrár var spilaður leikur XY og KR sem að KR vann á sannfærandi máta 16-9. Þriðja umferð fer fram á þriðjudaginn 8. September og verður hún í beinni útsendingu á Stöð 2 esport, appinu, vefsjónvarpinu og á Vísi.is. 19:30 Þór - Fylkir 20:30 Dusty - Exile 21:30 GOAT - KR Þór Akureyri Fylkir Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira
Exile kom Þór á óvart Liðsmenn Exile fylgdust greinilega vel með í síðustu umferð þegar að Þórsarar fengu slæma útreið í boði Dusty. Exile sem voru heimavallar lið þvinguðu Þór aftur í sama kort og færðu sér í nyt upplýsingar úr fyrri umferð. Exile spiluðu vörn í fyrri hálfleik og lokuðu þeir vel á Þór. Þór áttu mjög góðar fléttur en misstu of fljótt trú á þeim er leið á leikinn. Leikmaður Exile, Zerg (Alastair Kristinn Rendall) var burðarstólpi í liði Exile og spilaði stórt hlutverk í að draga úr Þórsurum. Lauk fyrri hálfleik 10 - 5 fyrir Exile. Þórsarar rétt mörðu upphafslotu seinni hálfleiks og náðu með sigri þar ákveðnum stíganda. BDSM (Bjarki Viðarsson) mætti til leiks í síðari hálf leik ásamt aNdrehh (Andri Már Einarsson) sem hafði ekkert sést í fyrri hálfleik. Leikmenn Þórs náðu að jafna metin í stöðuna 11 - 11 og við tók hnífjafn leikur þar sem liðin skiptust á lotum. Exile menn áttu djarfan leik þegar þeir keyrðu í gegnum reyk sem Þór hafði hent niður. En áhættan var þess virði því þetta kom Þórsurum að óvörum og skilaði Exile lotunni. Það var önnur sambærileg ákvörðun sem skilaði Exile svo sigur lotunni þegar þeir hlupu í gegnum eld á B-svæði og komu Þórsurum á óvart með þessari skyndisókn. Voru liðin tiltölulega jöfn í leiknum en herslumunurinn var sá að Exile hungraði meira í sigurinn en Þór. Zerq tryggði sér titilinn citical maður umferðarinnar með þessari frammistöðu sem er maður leiksins að mati Halldórs Má, sérfræðing Vodafonedeildarinnar sem útnefnir critical leikmann hvers leiks og umferðar. Halldór er einn virtasti fyrrum leikmaður landsins í CS:GO og er þekktur í leiknum sem critical. Fylkir og Hafið í tvöfaldri framlengingu. Fylkir valdi kortið Vertigo sem heimavöllinn sinn gegn feikna sterku liði Hafsins sem var spáð öðru sæti af fyrirliðum leikja í Vodafonedeildinni. HaFiÐ byrjaði vel er þeir tóku fyrstu loturnar en þeir Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) og viruz (Magnús Árni Magnússon) leiddu lið Fylkis áfram og komu þeim aftur á réttan kjöl eftir erfiða byrjun. Fylkir svaraði vel fyrir sig og leikmenn Fylkis tóku öll völd í fyrri hálfleiknum sem endaði 10 - 5 Fylki í vil. Leikmenn Fylkis voru að spila frábærlega og það var ekki veikan hlekk að sjá. HaFiÐ náði þó hægt og rólega að spila sig aftur inn í leikinn með frábærum leik hjá Tony (Antonio Salvador) og allee (Alfreð Leó Svansson) þeir ítrekað felldu leikmenn Fylkis þegar Fylkismenn voru komnir í yfirtölu og voru líklegri til að taka lotuna. Hafinu tókst í blálokin að taka forystuna, þvert á gang leiksins. Þegar Hafið virtist vera að stela sigrinum 14-16 þá átti viruz (Magnús Árni Magnússon) rosalega mikilvæga lotu og felldi hann þrjá af leikmönnum Hafsins þegar Fylkir þurfti mest á því að halda. Staðan var 15-15 og við tók tvöföld framlenging þar sem liðin skiptust á lotum og ótrúlegum tilþrifum. Leikmenn Fylkis þreyttust þó að lokum. Var það allt sem HaFiÐ þurfti og tókst þeim landa sigri í annarri framlengingu, lokatölur 20-22. Það er ekki við leikmenn Fylkis að sakast þar sem að þeir voru klárlega betra liðið en óheflaðir hæfileikar leikmanna Hafsins voru eitthvað sem þeir náðu ekki að beisla. GOAT hristi í stoðum Dusty sem mættu kærulausir til leiks Dusty mættu vel heitir til leiks eftir að hafa nýtt sér heimavallarréttinn og völdu að spila kortið Mirage. Líklega með það í huga að klára þetta auðveldlega eftir að hafa rúllað yfir Þór í síðustu umferð í Mirage. Dusty menn voru kokhraustir og mættu með sömu lætin og virkuðu gegn Þór. Þeir gerðu þeir sér lítið fyrir og eignuðu sér fyrstu lotuna þar sem EddezeNN (Eðvarð Þór Heimisson) felldi 3 af leikmönnum GOAT. Komandi lotur féllu Dusty í vil og virtist þetta ætla að verða stuttur leikur. Hvort það var agaleysi eða leikmenn Dusty að flýta sér þá fóru þeir að spila mjög festulausan leik. GOAT létu ekki segja sér það tvisvar og nýttu sér tækifærið til að hrifsa til sín þó nokkrar lotur. Fyrri hluti endaði 9 - 6 fyrir Dusty í vil. Í seinni hálfleik mætti Dusty loksins til leiks eftir kæruleysið og fóru að bera aðeins meiri virðingu fyrir GOAT og kláruðu leikinn 16 - 8. GOAT sýndi það í leiknum að það skal ekki vanmeta þá, en gæðamunurinn á stjörnunum í Dusty og leikmönnum GOAT var of mikill þegar Dusty settu hugann í leikinn. StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og EddezeNNN voru öflugir með um 30 fellur hvor. En hjá GOAT stóð DOM (Daníel Örn Melstað) sig mjög vel og gerði tilkall til nafnbótar. Utan dagskrár var spilaður leikur XY og KR sem að KR vann á sannfærandi máta 16-9. Þriðja umferð fer fram á þriðjudaginn 8. September og verður hún í beinni útsendingu á Stöð 2 esport, appinu, vefsjónvarpinu og á Vísi.is. 19:30 Þór - Fylkir 20:30 Dusty - Exile 21:30 GOAT - KR
Þór Akureyri Fylkir Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira