WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 15:04 Sjálfboðalioði tekur þátt í prófunum fyrir bóluefni í Bandaríkjunum. AP/Hans Pennink Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00
Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48