Við ætlum að halda áfram Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. september 2020 12:00 Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk. Gylfi sagði þar: „Þegar þessi pest er gengin yfir, þá höldum við bara áfram.“ Einföld setning sem viðurkennir að við erum að glíma við bráðsmitandi veiru en minnir líka á að hún vandinn verður ekki eilífur eða óyfirstíganlegur. Og eftir það ætlum við að halda áfram. Í orðunum felst viðurkenning á stöðunni. Afleiðingar veirunnar bíta ákveðnar atvinnugreinar fast en önnur svið lítið, hún bitnar á því fólki sem missir vinnuna og önnur afleiðing er samfélagsleg. Veiran hefur áhrif á heilbrigði, efnahag og líðan þjóðar. Og þetta eru þau verkefni sem stjórnvöld og samfélagið allt stendur frammi fyrir. Fólk sem upplifir áföll stendur auðvitað ekki sjálfkrafa sterkara á eftir. Samfélög sem ganga í gegnum áföll og hremmingar standa ekki heldur alltaf sterkari á eftir, öðru nær. En það á við um samfélög eins og fólk að þau sem eiga góðan stuðning og leggja í vinnu við að byggja upp verða reynslunni ríkari, öðlast stundum aðra sýn og standa í einhverjum tilvikum sterkari á eftir. Við höfum sem þjóð upplifað snjóflóð, eldgos og efnahagshrun og aðrar hremmingar. Við höfum líka upplifað samstöðu en við þekkjum líka útbreidda reiði í samfélaginu í kjölfar efnahagslegs áfalls. Og við eigum öll reynslu af persónulegum áföllum, en atvinnumissir er meðal þeirra sem reynast fólki þung. Margir finna fyrir óvissu og kvíða um það sem fram undan er. Fyrstu viðbrögð okkar sem þjóðar við veirunni einkenndust af fallegri samstöðu og þakklæti. Það reyndist ríkisstjórninni meira að segja gerlegt að þiggja framlag einkafyrirtækis, með samstarfi við Íslenska erfðagreiningu í greiningum á smitum. (Kannski að það verði ein afleiðing þessa ástands að stjórnvöld hætti að senda fólk til útlanda að sækja sér lækningar sem læknar hér heima geta sinnt?) Reynsla af áföllum kennir okkur að fyrst kemur oft fram einhver kraftur þegar erfitt verkefni blasir við. Það er hins vegar ekki gefið að krafturinn endist eða að samfélagið standi sterkara á eftir. Og samstaðan er að minnka. Þar ber ríkisstjórnin mikla ábyrgð. Stjórnin hefur verið óskýr í svörum og stundum ósamstiga um aðgerðir. Hún opnaði landið í sumar án þess að greiningar virtust liggja fyrir um áhrifin og það sama gerðist aftur þegar hún lokaði landinu. Þess vegna hafa myndast andstæðar fylkingar í landinu, þegar sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi veira. Auðvitað er staðan sú að enginn kostur er auðveldur, en þá skiptir hins vegar öllu að stjórnvöld séu skýr um aðgerðir og ástæður að baki. Ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er ekki skýr um planið. Ef ríkisstjórnin er að veðja á að áfallið sé tímabundið eins og fjármálaráðherra segir, hvers vegna þá að draga aðgerðir á langinn? Hvers vegna ekki að bregðast hratt við? Skrefin eru enn of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Allt sem er hvetjandi fyrir störf er af hinu góða. Það er ekki bara það mannlega í stöðunni heldur ábyrgt efnahagslega. Núna á að auðvelda fólki að skapa sér tækifæri og tekjur, lækka álögur á vinnuveitendur og skapa fyrirtækjum hvata til að ráða fólk. Ábyrg efnahagsstjórn þegar tímabundið ástand gengur yfir er að hafa kjarkinn til að standa með fólki og fyrirtækjum. Leiðarljós Viðreisnar um okkar tillögur er að fólk og fyrirtæki sem hefur væntingar um tímabundna kreppu fái verkfærin til að standa af sér áfallið. Við viljum að ríkisstjórnin geri meira og hraðar en hún hefur boðað. Það mun verða okkur öllum til góðs. Þegar afleiðingar og erfiðleikar þessa ástands eru að veruleika þá reynir nefnilega fyrst á samstöðuna. Áhersla var í fyrstu eðlilega fyrst og fremst á heilbrigðisþáttinn og nú stöndum við frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu, með því að verja fólk frá atvinnuleysi og verja fyrirtæki og þau svið sem verða fyrir höggi í kjölfarið. Þá þarf að muna að horfa til líðan þjóðarinnar, skynja hana og skilja. Það verður til lengri tíma ekki síður mælistika á árangurinn, hvort tókst að tala til þjóðarinnar með þeim hætti að við höldum áfram að ganga sem einn maður. Með það markmið að leiðarljósi að við ætlum að halda áfram. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk. Gylfi sagði þar: „Þegar þessi pest er gengin yfir, þá höldum við bara áfram.“ Einföld setning sem viðurkennir að við erum að glíma við bráðsmitandi veiru en minnir líka á að hún vandinn verður ekki eilífur eða óyfirstíganlegur. Og eftir það ætlum við að halda áfram. Í orðunum felst viðurkenning á stöðunni. Afleiðingar veirunnar bíta ákveðnar atvinnugreinar fast en önnur svið lítið, hún bitnar á því fólki sem missir vinnuna og önnur afleiðing er samfélagsleg. Veiran hefur áhrif á heilbrigði, efnahag og líðan þjóðar. Og þetta eru þau verkefni sem stjórnvöld og samfélagið allt stendur frammi fyrir. Fólk sem upplifir áföll stendur auðvitað ekki sjálfkrafa sterkara á eftir. Samfélög sem ganga í gegnum áföll og hremmingar standa ekki heldur alltaf sterkari á eftir, öðru nær. En það á við um samfélög eins og fólk að þau sem eiga góðan stuðning og leggja í vinnu við að byggja upp verða reynslunni ríkari, öðlast stundum aðra sýn og standa í einhverjum tilvikum sterkari á eftir. Við höfum sem þjóð upplifað snjóflóð, eldgos og efnahagshrun og aðrar hremmingar. Við höfum líka upplifað samstöðu en við þekkjum líka útbreidda reiði í samfélaginu í kjölfar efnahagslegs áfalls. Og við eigum öll reynslu af persónulegum áföllum, en atvinnumissir er meðal þeirra sem reynast fólki þung. Margir finna fyrir óvissu og kvíða um það sem fram undan er. Fyrstu viðbrögð okkar sem þjóðar við veirunni einkenndust af fallegri samstöðu og þakklæti. Það reyndist ríkisstjórninni meira að segja gerlegt að þiggja framlag einkafyrirtækis, með samstarfi við Íslenska erfðagreiningu í greiningum á smitum. (Kannski að það verði ein afleiðing þessa ástands að stjórnvöld hætti að senda fólk til útlanda að sækja sér lækningar sem læknar hér heima geta sinnt?) Reynsla af áföllum kennir okkur að fyrst kemur oft fram einhver kraftur þegar erfitt verkefni blasir við. Það er hins vegar ekki gefið að krafturinn endist eða að samfélagið standi sterkara á eftir. Og samstaðan er að minnka. Þar ber ríkisstjórnin mikla ábyrgð. Stjórnin hefur verið óskýr í svörum og stundum ósamstiga um aðgerðir. Hún opnaði landið í sumar án þess að greiningar virtust liggja fyrir um áhrifin og það sama gerðist aftur þegar hún lokaði landinu. Þess vegna hafa myndast andstæðar fylkingar í landinu, þegar sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi veira. Auðvitað er staðan sú að enginn kostur er auðveldur, en þá skiptir hins vegar öllu að stjórnvöld séu skýr um aðgerðir og ástæður að baki. Ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er ekki skýr um planið. Ef ríkisstjórnin er að veðja á að áfallið sé tímabundið eins og fjármálaráðherra segir, hvers vegna þá að draga aðgerðir á langinn? Hvers vegna ekki að bregðast hratt við? Skrefin eru enn of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Allt sem er hvetjandi fyrir störf er af hinu góða. Það er ekki bara það mannlega í stöðunni heldur ábyrgt efnahagslega. Núna á að auðvelda fólki að skapa sér tækifæri og tekjur, lækka álögur á vinnuveitendur og skapa fyrirtækjum hvata til að ráða fólk. Ábyrg efnahagsstjórn þegar tímabundið ástand gengur yfir er að hafa kjarkinn til að standa með fólki og fyrirtækjum. Leiðarljós Viðreisnar um okkar tillögur er að fólk og fyrirtæki sem hefur væntingar um tímabundna kreppu fái verkfærin til að standa af sér áfallið. Við viljum að ríkisstjórnin geri meira og hraðar en hún hefur boðað. Það mun verða okkur öllum til góðs. Þegar afleiðingar og erfiðleikar þessa ástands eru að veruleika þá reynir nefnilega fyrst á samstöðuna. Áhersla var í fyrstu eðlilega fyrst og fremst á heilbrigðisþáttinn og nú stöndum við frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu, með því að verja fólk frá atvinnuleysi og verja fyrirtæki og þau svið sem verða fyrir höggi í kjölfarið. Þá þarf að muna að horfa til líðan þjóðarinnar, skynja hana og skilja. Það verður til lengri tíma ekki síður mælistika á árangurinn, hvort tókst að tala til þjóðarinnar með þeim hætti að við höldum áfram að ganga sem einn maður. Með það markmið að leiðarljósi að við ætlum að halda áfram. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar