Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2020 07:46 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki gefa mikið skrif Jóns Ívars Einarssonar, kvensjúkdómalæknis og prófessors við Harvard-háskóla, um kórónuveirufaraldurinn og aðgerðirnar sem stjórnvöld hafa gripið til hér á landi, bæði innanlands og við landamærin. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. Ástæðan sé sú að heimkomusmitgát sé skilgreind þannig að enginn möguleiki sé á því að ákvarða hvort fólk framfylgi henni eða ekki. Grein Kára er svar við grein Jóns Ívars Einarssonar, kvensjúkdómalæknis og prófessors við Harvard-háskóla sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Jón Ívar að honum þættu aðgerðir á landamærum ekki í samræmi við þá stöðu sem er uppi hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og utan meðalhófs. Hann skoraði á stjórnvöld að endurmeta ákvarðanir um hvernig málum er háttað á landamærunum en tók það skýrt fram að hann væri ekki að tala fyrir því að tala fyrir því að opna landið upp á gátt „heldur halda áfram með tvöfalda skimun í bili og taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar.“ Þá sagði Jón Ívar áfram mjög mikilvægt að halda áfram aðgerðum innanlands: „[…] þ.e.a.s. iðka smitvarnir, vernda viðkvæma hópa, o.s.frv. Mér finnst raunar sums staðar að ekki hafi verið nægilega langt gengið, t.d. ættu þeir sem sinna aðhlynningu á hjúkrunarheimilum alltaf að vera með grímu í vinnunni. Það var ekki gert lengi vel en hefur vonandi breyst.“ „Opið bréf til Garðars Hólm“ Svargrein Kára í dag ber yfirskriftina „Opið bréf til Garðars Hólm“. Garðar Hólm úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness er án efa ein eftirminnilegasta persóna íslenskra bókmennta og hefur honum meðal annars verið lýst á eftirfarandi hátt af Óttari Guðmundssyni, geðlækni, í grein í Stundinni: „Hann er fulltrúi þeirra Íslendinga á erlendri grund sem eru alltaf við það að slá í gegn. Þjóðin bíður í ofvæni eftir því að hann springi út eins fífill í hlaðvarpa og syngi jafn vel og sagt er að hann geri. En söngvarinn kemur sér alltaf undan væntingum og hverfur af landi brott þegar hæst stendur í stönginni.“ Það má segja að bæði yfirskrift greinar Kára og svo greinin sjálf bendi ekki til annars en að honum þyki ekki mikið til skrifa Jóns Ívars koma. Kári segir að Jón Ívar snúi dæminu á hvolf með því að gefa í skyn að ástandið á Íslandi sé gott og þess vegna eigi að slaka á kröfum við landamærin en herða aðgerðir innanlands. Ástandið hér sé gott og fari batnandi sem geri það mögulegt að slaka á sóttvarnakröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef hins vegar yrði slakað á kröfum við landamærin sé ljóst að smitum myndi fjölga; gögnin sýni það. Væri engin ástæða til að verja landamærin ef mikið væri um smit í landinu Fjölgun smita myndi svo þýða það að herða þyrfti tökin innanlands með tilheyrandi takmörkunum fyrir til dæmis skóla og menningarlíf. „Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi viljum við koma í veg fyrir að þau berist inn frá öðrum löndum. Ef mikið væri um smit í landinu væri engin ástæða til þess að verja landamærin með skimunum og sóttkví. Þú leggur meira að segja til að fimm daga sóttkví verði skipt út fyrir heimasmitgát sem væri stórhættulegt vegna þess að hún er skilgreind þannig að það er enginn möguleiki að ákvarða hvort fólk framfylgir henni,“ segir Kári í grein sinni sem hann lýkur svo á þessum orðum: „Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og Boston væri nafli alheimsins veitir það þér ekki réttinn til þess að halda því fram að ö sé á undan a í stafrófinu. Það er nefnilega fyrir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heimsótt mikil óperuhús veitir það enga vissu fyrir því að hann kunni að syngja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. Ástæðan sé sú að heimkomusmitgát sé skilgreind þannig að enginn möguleiki sé á því að ákvarða hvort fólk framfylgi henni eða ekki. Grein Kára er svar við grein Jóns Ívars Einarssonar, kvensjúkdómalæknis og prófessors við Harvard-háskóla sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Jón Ívar að honum þættu aðgerðir á landamærum ekki í samræmi við þá stöðu sem er uppi hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og utan meðalhófs. Hann skoraði á stjórnvöld að endurmeta ákvarðanir um hvernig málum er háttað á landamærunum en tók það skýrt fram að hann væri ekki að tala fyrir því að tala fyrir því að opna landið upp á gátt „heldur halda áfram með tvöfalda skimun í bili og taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar.“ Þá sagði Jón Ívar áfram mjög mikilvægt að halda áfram aðgerðum innanlands: „[…] þ.e.a.s. iðka smitvarnir, vernda viðkvæma hópa, o.s.frv. Mér finnst raunar sums staðar að ekki hafi verið nægilega langt gengið, t.d. ættu þeir sem sinna aðhlynningu á hjúkrunarheimilum alltaf að vera með grímu í vinnunni. Það var ekki gert lengi vel en hefur vonandi breyst.“ „Opið bréf til Garðars Hólm“ Svargrein Kára í dag ber yfirskriftina „Opið bréf til Garðars Hólm“. Garðar Hólm úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness er án efa ein eftirminnilegasta persóna íslenskra bókmennta og hefur honum meðal annars verið lýst á eftirfarandi hátt af Óttari Guðmundssyni, geðlækni, í grein í Stundinni: „Hann er fulltrúi þeirra Íslendinga á erlendri grund sem eru alltaf við það að slá í gegn. Þjóðin bíður í ofvæni eftir því að hann springi út eins fífill í hlaðvarpa og syngi jafn vel og sagt er að hann geri. En söngvarinn kemur sér alltaf undan væntingum og hverfur af landi brott þegar hæst stendur í stönginni.“ Það má segja að bæði yfirskrift greinar Kára og svo greinin sjálf bendi ekki til annars en að honum þyki ekki mikið til skrifa Jóns Ívars koma. Kári segir að Jón Ívar snúi dæminu á hvolf með því að gefa í skyn að ástandið á Íslandi sé gott og þess vegna eigi að slaka á kröfum við landamærin en herða aðgerðir innanlands. Ástandið hér sé gott og fari batnandi sem geri það mögulegt að slaka á sóttvarnakröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef hins vegar yrði slakað á kröfum við landamærin sé ljóst að smitum myndi fjölga; gögnin sýni það. Væri engin ástæða til að verja landamærin ef mikið væri um smit í landinu Fjölgun smita myndi svo þýða það að herða þyrfti tökin innanlands með tilheyrandi takmörkunum fyrir til dæmis skóla og menningarlíf. „Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi viljum við koma í veg fyrir að þau berist inn frá öðrum löndum. Ef mikið væri um smit í landinu væri engin ástæða til þess að verja landamærin með skimunum og sóttkví. Þú leggur meira að segja til að fimm daga sóttkví verði skipt út fyrir heimasmitgát sem væri stórhættulegt vegna þess að hún er skilgreind þannig að það er enginn möguleiki að ákvarða hvort fólk framfylgir henni,“ segir Kári í grein sinni sem hann lýkur svo á þessum orðum: „Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og Boston væri nafli alheimsins veitir það þér ekki réttinn til þess að halda því fram að ö sé á undan a í stafrófinu. Það er nefnilega fyrir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heimsótt mikil óperuhús veitir það enga vissu fyrir því að hann kunni að syngja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira