Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 21:56 Billie Eilish var greinilega mjög hrifin af flutningi Laufeyjar. Skjáskot/Getty Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. Það er kannski engin furða að athyglin hafi verið mikil þar sem Billie Eilish, ein vinsælasta poppstjarna heimsins um þessar mundir, deildi myndbandinu á sínum persónulega aðgangi. Líkt og Vísir greindi frá í gær deildi Eilish ábreiðu Laufeyjar af laginu My Future sem gefið var út í lok júlímánaðar. Laufey segist ekki hafa búist við því að söngkonan myndi sjá ábreiðuna, og hvað þá deila henni, en það hafi verið mikill heiður engu að síður. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufeylin) on Sep 2, 2020 at 10:06am PDT Frá því að Eilish deildi myndbandinu hafa rúmlega ellefu þúsund manns byrjað að fylgja Laufeyju á Instagram. Laufey segir athyglina skemmtilega, en líkt og áður sagði ákvað hún að slökkva á símanum þegar mest var. „Ég er búin að slökkva á símanum mínum. Þetta er mjög spennandi allt en ef ég skoða þetta of mikið pæli ég of mikið í þessu,“ sagði Laufey í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þegar þetta er skrifað er Laufey með rúmlega 58 þúsund fylgjendur en hún var áður með 47 þúsund. Hún segir stóran hluta vera Íslendingar, sem hún fagnar, enda hafi hún lengi stefnt að því að ná betur til samlanda sinna. „Billie náði að vekja athygli Íslendinganna,“ segir Laufey. Laufey er nú í London þar sem hún er að taka upp plötu og hefja tónlistarferil. Hún segir færslu Eilish vera mikla viðurkenningu og mögulega opna á ný tækifæri. Einhverjir Íslendingar ættu þó að þekkja til hæfileika hennar, enda hefur hún bæði tekið þátt í þáttunum Ísland Got Talent og The Voice Iceland. Þá tók hún einnig þátt í Leitinni að Jólastjörnunni í tvígang. Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir hrifningu sinni er tónlistarmaðurinn Auður og segir hana vera með hæfileikari tónlistarmönnum sem hann hefur unnið með. billie eilish var að deila laufeyju lin á instagram.er búinn að vinna aðeins með laufeyju og hef aldrei kynnst öðru eins talenti. going PLACES!— AUÐUR (@auduraudur) September 2, 2020 Hér að neðan má sjá myndbönd frá þátttöku Laufeyjar í Ísland Got Talent, The Voice Iceland og Leitinni að Jólastjörnunni. Hollywood Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. Það er kannski engin furða að athyglin hafi verið mikil þar sem Billie Eilish, ein vinsælasta poppstjarna heimsins um þessar mundir, deildi myndbandinu á sínum persónulega aðgangi. Líkt og Vísir greindi frá í gær deildi Eilish ábreiðu Laufeyjar af laginu My Future sem gefið var út í lok júlímánaðar. Laufey segist ekki hafa búist við því að söngkonan myndi sjá ábreiðuna, og hvað þá deila henni, en það hafi verið mikill heiður engu að síður. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufeylin) on Sep 2, 2020 at 10:06am PDT Frá því að Eilish deildi myndbandinu hafa rúmlega ellefu þúsund manns byrjað að fylgja Laufeyju á Instagram. Laufey segir athyglina skemmtilega, en líkt og áður sagði ákvað hún að slökkva á símanum þegar mest var. „Ég er búin að slökkva á símanum mínum. Þetta er mjög spennandi allt en ef ég skoða þetta of mikið pæli ég of mikið í þessu,“ sagði Laufey í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þegar þetta er skrifað er Laufey með rúmlega 58 þúsund fylgjendur en hún var áður með 47 þúsund. Hún segir stóran hluta vera Íslendingar, sem hún fagnar, enda hafi hún lengi stefnt að því að ná betur til samlanda sinna. „Billie náði að vekja athygli Íslendinganna,“ segir Laufey. Laufey er nú í London þar sem hún er að taka upp plötu og hefja tónlistarferil. Hún segir færslu Eilish vera mikla viðurkenningu og mögulega opna á ný tækifæri. Einhverjir Íslendingar ættu þó að þekkja til hæfileika hennar, enda hefur hún bæði tekið þátt í þáttunum Ísland Got Talent og The Voice Iceland. Þá tók hún einnig þátt í Leitinni að Jólastjörnunni í tvígang. Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir hrifningu sinni er tónlistarmaðurinn Auður og segir hana vera með hæfileikari tónlistarmönnum sem hann hefur unnið með. billie eilish var að deila laufeyju lin á instagram.er búinn að vinna aðeins með laufeyju og hef aldrei kynnst öðru eins talenti. going PLACES!— AUÐUR (@auduraudur) September 2, 2020 Hér að neðan má sjá myndbönd frá þátttöku Laufeyjar í Ísland Got Talent, The Voice Iceland og Leitinni að Jólastjörnunni.
Hollywood Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41