Íbúar í Urriðaholti þurfa að panta strætó utan annatíma Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2020 21:47 Reiknað er með allt að 4.500 íbúum í Urriðaholti í Garðabæ þegar hverfið verður fullbyggt. Strætósamgöngur þar verða sambærilegar við Álftanes, Kjalarnes og Mosfellsdal. Vísir/Vilhelm Ný strætóleið sem verður tekin í notkun fyrir Urriðaholt í Garðabæ á sunnudag verður ein fjögurra leiða á höfuðborgarsvæðinu sem verður aðeins ekin í pöntunarþjónustu á vissum tímum. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu sem er enn í byggingu. Leið 22 á milli Urriðaholts og Ásgarðs í Garðabæ verður tekin í notkun sunnudaginn 6. september. Í tilkynningu frá Strætó segir að leiðin sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem að átján manna smárúta ekur leiðina í stað hefðbundinna strætisvagna á annatímum á virkum dögum. Fjórar biðstöðvar verða á leiðinni, við Náttúrufræðistofnun Íslands, Holtsveg, Urriðaholtsskóla og Urriðaholtsstræti. Þá verður nýja leið aðeins í svonefndri pöntunarþjónustu utan annatíma á virkum dögum og um helgar. Það þýðir að farþegar þurfa að hringja í leigubílastöðina Hreyfil og panta ferð með að minnsta kosti þrjátíu mínútum fyrir brottför samkvæmt tímatöflu leiðarinnar. Farþegar greiða fyrir farið með strætókorti, appi eða skiptimiða. Í tilkynningunni frá Strætó kemur fram að í skipulagi Urriðaholts sé gert ráð fyrir að Strætó aki hring um hverfið og það hafi verið til skoðunar um tíma með hvaða hætti best væri að útfæra þjónustu almenningssamgangna þar. Gert er ráð fyrir allt að 4.500 íbúum í hverfinu þegar það verður fullbyggt. Leiðin um Urriðaholt verður fjórða leiðin á höfuðborgarsvæðinu sem er að hluta til í pöntunarþjónustu. Fyrir eru leiðir 23, 27 og 29 að hluta til eða að öllu leyti í pöntunarþjónustu en þær fara um Álftanes, Mosfellsdal og Kjalarnes. Hér má sjá kort af nýrri leið 22. Strætó Garðabær Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Ný strætóleið sem verður tekin í notkun fyrir Urriðaholt í Garðabæ á sunnudag verður ein fjögurra leiða á höfuðborgarsvæðinu sem verður aðeins ekin í pöntunarþjónustu á vissum tímum. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu sem er enn í byggingu. Leið 22 á milli Urriðaholts og Ásgarðs í Garðabæ verður tekin í notkun sunnudaginn 6. september. Í tilkynningu frá Strætó segir að leiðin sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem að átján manna smárúta ekur leiðina í stað hefðbundinna strætisvagna á annatímum á virkum dögum. Fjórar biðstöðvar verða á leiðinni, við Náttúrufræðistofnun Íslands, Holtsveg, Urriðaholtsskóla og Urriðaholtsstræti. Þá verður nýja leið aðeins í svonefndri pöntunarþjónustu utan annatíma á virkum dögum og um helgar. Það þýðir að farþegar þurfa að hringja í leigubílastöðina Hreyfil og panta ferð með að minnsta kosti þrjátíu mínútum fyrir brottför samkvæmt tímatöflu leiðarinnar. Farþegar greiða fyrir farið með strætókorti, appi eða skiptimiða. Í tilkynningunni frá Strætó kemur fram að í skipulagi Urriðaholts sé gert ráð fyrir að Strætó aki hring um hverfið og það hafi verið til skoðunar um tíma með hvaða hætti best væri að útfæra þjónustu almenningssamgangna þar. Gert er ráð fyrir allt að 4.500 íbúum í hverfinu þegar það verður fullbyggt. Leiðin um Urriðaholt verður fjórða leiðin á höfuðborgarsvæðinu sem er að hluta til í pöntunarþjónustu. Fyrir eru leiðir 23, 27 og 29 að hluta til eða að öllu leyti í pöntunarþjónustu en þær fara um Álftanes, Mosfellsdal og Kjalarnes. Hér má sjá kort af nýrri leið 22.
Strætó Garðabær Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira