Tryggjum gæði skimana! Elín Sandra Skúladóttir skrifar 3. september 2020 15:30 Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni. Leitarstöðinni er falin mikil ábyrgð. Konur treysta því að sýnin þeirra séu rétt greind og að þær fái réttar upplýsingar. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mistök sem voru gerð hjá frumurannsóknarstofunni við greiningu sýna. Kona sem er nú greind með ólæknandi leghálskrabbamein fékk neikvæðar niðurstöður en ljóst er að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbameinið ef það hefði verið greint á forstigum sjúkdómsins. Ljóst er að mistök voru gerð við greiningu á sýninu frá árinu 2018 því þegar sýnið var skoðað aftur sáust frumubreytingar greinilega. Nú vinnur leitarstöðin í því að rannsaka 6.000 sýni frá árinu 2018 og er þegar komið í ljós að um 30 konur hafa fengið ranga niðurstöðu vegna frumubreytinga í leghálsskoðun. Frá því reglubundin skimun á leghálskrabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leghálskrabbameins minnkað um 83% og er því ljóst að skimun skiptir sköpum. Að greina forstig leghálskrabbameins er lykilatriði. Það getur skilið á milli lífs og dauða. Það er ekkert sem getur bætt þeim konum sem fengu ranga greiningu skaðann. Það hjálpar þeim ekki að bæta ferla og gera betur í framtíðinni. Skaðinn er þegar skeður. Það er hins vegar mikilvægt fyrir aðrar konur að Krabbameinsfélagið og heilbrigðisyfirvöld fari yfir öll þau sýni sem kunna að vera röng og skoði hvað brást. Að öflugt gæðaeftirlit grípi þau mannlegu mistök sem starfsmenn kunna að gera. Þrátt fyrir þann góða árangur sem skimanir hafa sýnt þá hefur dregið úr mætingu í skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi. Til þess að bregðast við því hefur Krabbameinsfélagið blásið til sóknar síðasta ár og hvatt konur til að mæta í skimun m.a. með því að bjóða fyrstu skoðun gjaldfrjálsa. Nú er hætta á að traust kvenna til leghálsskimana sé brotið og það eykur líkurnar á að konur mæti ekki í skimun. Það getur haft skelfilegar afleiðingar. Um áramót munu skimanir færast yfir til Landspítalans og heilsugæslunnar. Enn er óljóst hvernig sú framkvæmd mun fara fram. En áfram verður lífsnauðsynlegt að halda uppi skimunum sem greina frumubreytingar. Kraftur skorar á Krabbameinsfélagið og stjórnvöld að tryggja gæði skimana og gæðaeftirlit til að draga úr líkum á að svona mistök eigi sér aftur stað. Líf kvenna eru í húfi. Höfundur er formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni. Leitarstöðinni er falin mikil ábyrgð. Konur treysta því að sýnin þeirra séu rétt greind og að þær fái réttar upplýsingar. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mistök sem voru gerð hjá frumurannsóknarstofunni við greiningu sýna. Kona sem er nú greind með ólæknandi leghálskrabbamein fékk neikvæðar niðurstöður en ljóst er að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbameinið ef það hefði verið greint á forstigum sjúkdómsins. Ljóst er að mistök voru gerð við greiningu á sýninu frá árinu 2018 því þegar sýnið var skoðað aftur sáust frumubreytingar greinilega. Nú vinnur leitarstöðin í því að rannsaka 6.000 sýni frá árinu 2018 og er þegar komið í ljós að um 30 konur hafa fengið ranga niðurstöðu vegna frumubreytinga í leghálsskoðun. Frá því reglubundin skimun á leghálskrabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leghálskrabbameins minnkað um 83% og er því ljóst að skimun skiptir sköpum. Að greina forstig leghálskrabbameins er lykilatriði. Það getur skilið á milli lífs og dauða. Það er ekkert sem getur bætt þeim konum sem fengu ranga greiningu skaðann. Það hjálpar þeim ekki að bæta ferla og gera betur í framtíðinni. Skaðinn er þegar skeður. Það er hins vegar mikilvægt fyrir aðrar konur að Krabbameinsfélagið og heilbrigðisyfirvöld fari yfir öll þau sýni sem kunna að vera röng og skoði hvað brást. Að öflugt gæðaeftirlit grípi þau mannlegu mistök sem starfsmenn kunna að gera. Þrátt fyrir þann góða árangur sem skimanir hafa sýnt þá hefur dregið úr mætingu í skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi. Til þess að bregðast við því hefur Krabbameinsfélagið blásið til sóknar síðasta ár og hvatt konur til að mæta í skimun m.a. með því að bjóða fyrstu skoðun gjaldfrjálsa. Nú er hætta á að traust kvenna til leghálsskimana sé brotið og það eykur líkurnar á að konur mæti ekki í skimun. Það getur haft skelfilegar afleiðingar. Um áramót munu skimanir færast yfir til Landspítalans og heilsugæslunnar. Enn er óljóst hvernig sú framkvæmd mun fara fram. En áfram verður lífsnauðsynlegt að halda uppi skimunum sem greina frumubreytingar. Kraftur skorar á Krabbameinsfélagið og stjórnvöld að tryggja gæði skimana og gæðaeftirlit til að draga úr líkum á að svona mistök eigi sér aftur stað. Líf kvenna eru í húfi. Höfundur er formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun