Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2020 12:19 Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta. Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta.
Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14
Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19