Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2020 11:30 Ísland er á leið í EM-umspil vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni. Fyrir HM gilda aðrar reglur. VÍSIR/DANÍEL Ísland þyrfti að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. Fyrst var leikið í Þjóðadeildinni haustið 2018 og réði lokastaðan þar því hvaða lið leika í umspilinu um sæti á EM. Þannig komst Ísland í EM-umspilið vegna stöðu sinnar í A-deild Þjóðadeildarinnar, þrátt fyrir að lenda þar í neðsta sæti og tapa öllum leikjum sínum, gegn Sviss og Belgíu. Önnur lið í A-deildinni komust nefnilega á EM í gegnum hina hefðbundnu undankeppni EM. Það er því stöðu Íslands í Þjóðadeildinni að þakka að Ísland mætir Rúmeníu í EM-umspili 8. október. Vægi Þjóðadeildarinnar er hins vegar mun minna nú, þegar kemur að því að ná HM-sæti, og í þetta sinn má segja að það komi Íslandi illa að vera í efstu deild með bestu þjóðum Evrópu. Betra að vinna riðil í D-deild en að lenda í 2. sæti í A-deild Á næsta ári fer fram undankeppni HM. Leikið verður í 10 riðlum og komast sigurvegararnir beint á HM. Liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil um þrjú laus sæti. Til að fylla í umspilið komast tvö lið úr Þjóðadeildinni þangað. UEFA hefur hins vegar ákveðið að það verði þau tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, náðu bestum árangri þar en komust ekki á HM eða í umspilið með árangri sínum í undankeppninni á næsta ári. Þetta kemur fram í svari UEFA við fyrirspurn Vísis. Íslenska landsliðið sem mætir Englandi æfði á Laugardalsvelli í dag.VÍSIR/VILHELM Ef sigurvegarar riðlanna í A-deild komast á HM eða í umspil í gegnum undankeppnina, verður því horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, svo þeirra sem vinna í C-deild og loks sigurvegara í D-deild ef til þess kemur. Þannig gætu Færeyjar mögulega komist í HM-umspilið með því að vinna sinn riðil í D-deild, frekar en Ísland jafnvel þó að liðið næði 2. sæti í sínum riðli í A-deild. Leiðin á HM í Katar Þrettán lið frá Evrópu komast á HM í Katar 2022. Leikið verður í tíu riðlum í undankeppni HM á næsta ári. Sigurvegarar riðlanna komast beint á HM. Liðin tíu sem lenda í 2. sæti fara í tólf liða HM-umspil. Þangað fara líka tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Í umspilinu verður leikið í þremur fjögurra liða hópum (undanúrslit og úrslitaleikur) um síðustu þrjú sætin á HM. Ísland þyrfti því að vinna sinn riðil, sem í eru England, Belgía og Danmörk, til að Þjóðadeildin skilaði liðinu í HM-umspil. Leiðin á HM felst því mun frekar í góðum árangri í undankeppninni á næsta ári. Fyrsti leikur Íslands í keppninni er gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardag og liðið sækir svo Belgíu heim á þriðjudag. Í október leikur liðið á heimavelli við Danmörku og Belgíu, og loks á útivelli gegn Danmörku og Englandi í nóvember þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Ísland þyrfti að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. Fyrst var leikið í Þjóðadeildinni haustið 2018 og réði lokastaðan þar því hvaða lið leika í umspilinu um sæti á EM. Þannig komst Ísland í EM-umspilið vegna stöðu sinnar í A-deild Þjóðadeildarinnar, þrátt fyrir að lenda þar í neðsta sæti og tapa öllum leikjum sínum, gegn Sviss og Belgíu. Önnur lið í A-deildinni komust nefnilega á EM í gegnum hina hefðbundnu undankeppni EM. Það er því stöðu Íslands í Þjóðadeildinni að þakka að Ísland mætir Rúmeníu í EM-umspili 8. október. Vægi Þjóðadeildarinnar er hins vegar mun minna nú, þegar kemur að því að ná HM-sæti, og í þetta sinn má segja að það komi Íslandi illa að vera í efstu deild með bestu þjóðum Evrópu. Betra að vinna riðil í D-deild en að lenda í 2. sæti í A-deild Á næsta ári fer fram undankeppni HM. Leikið verður í 10 riðlum og komast sigurvegararnir beint á HM. Liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil um þrjú laus sæti. Til að fylla í umspilið komast tvö lið úr Þjóðadeildinni þangað. UEFA hefur hins vegar ákveðið að það verði þau tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, náðu bestum árangri þar en komust ekki á HM eða í umspilið með árangri sínum í undankeppninni á næsta ári. Þetta kemur fram í svari UEFA við fyrirspurn Vísis. Íslenska landsliðið sem mætir Englandi æfði á Laugardalsvelli í dag.VÍSIR/VILHELM Ef sigurvegarar riðlanna í A-deild komast á HM eða í umspil í gegnum undankeppnina, verður því horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, svo þeirra sem vinna í C-deild og loks sigurvegara í D-deild ef til þess kemur. Þannig gætu Færeyjar mögulega komist í HM-umspilið með því að vinna sinn riðil í D-deild, frekar en Ísland jafnvel þó að liðið næði 2. sæti í sínum riðli í A-deild. Leiðin á HM í Katar Þrettán lið frá Evrópu komast á HM í Katar 2022. Leikið verður í tíu riðlum í undankeppni HM á næsta ári. Sigurvegarar riðlanna komast beint á HM. Liðin tíu sem lenda í 2. sæti fara í tólf liða HM-umspil. Þangað fara líka tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Í umspilinu verður leikið í þremur fjögurra liða hópum (undanúrslit og úrslitaleikur) um síðustu þrjú sætin á HM. Ísland þyrfti því að vinna sinn riðil, sem í eru England, Belgía og Danmörk, til að Þjóðadeildin skilaði liðinu í HM-umspil. Leiðin á HM felst því mun frekar í góðum árangri í undankeppninni á næsta ári. Fyrsti leikur Íslands í keppninni er gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardag og liðið sækir svo Belgíu heim á þriðjudag. Í október leikur liðið á heimavelli við Danmörku og Belgíu, og loks á útivelli gegn Danmörku og Englandi í nóvember þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur.
Leiðin á HM í Katar Þrettán lið frá Evrópu komast á HM í Katar 2022. Leikið verður í tíu riðlum í undankeppni HM á næsta ári. Sigurvegarar riðlanna komast beint á HM. Liðin tíu sem lenda í 2. sæti fara í tólf liða HM-umspil. Þangað fara líka tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Í umspilinu verður leikið í þremur fjögurra liða hópum (undanúrslit og úrslitaleikur) um síðustu þrjú sætin á HM.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn