„Þetta er leit alla ævi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2020 10:29 Fjörutíu og sex ár eru síðan að Ragnar Axelsson, RAX, hóf störf sem ljósmyndari og er óhætt að segja að hann hafi komið víða við á ferlinum og tekið hverja snilldarmynd á eftir annarri. Nú er RAX gengin til liðs við Vísi og má nú finna stutta viðtalsþætti um þekktustu ljósmyndir hans þar. Sindri Sindrason hitti RAX á dögunum og fór yfir ferilinn með honum fyrir Ísland í dag. „Mig hefur alltaf langað að fara á einhver stað og mynda eldingu en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingu eru ljósmyndarar sem eru að taka myndir á þrífæti því eldingin fer alltaf í lægsta punkt,“ segir Ragnar nokkuð léttur. Ragnar segist vera ánægður að börnin hans hafi ekki farið sömu leið og hann þar sem mikil hætta skapast oft í ljósmyndun. „Þau fóru ekki í þetta og ég vona að barnabörnin mín geri það ekki heldur,“ segir RAX sem var starfandi á Morgunblaðinu í 44 ár. Hann byrjaði á íþróttadeildinni og hefur alltaf haft gaman af vinnunni. Hann hefur til að mynda farið margoft til Grænlands og myndað breytinguna sem hefur átt sér stað í því samfélagi. RAX fer aldrei neitt án myndavélarinnar. „Mér finnst ég í raun nakinn án hennar og er alltaf með hana með mér,“ segir Ragnar. Hann segist ekki hafa toppað sig í ljósmyndun. „Þetta er leit alla ævi, að ná að taka þessa fullkomnu ljósmynd. Kannski næ ég því, kannski ekki en ég stefni á það.“ Þættir RAX eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon og kemur inn nýr þáttur alla sunnudaga. RAX Ísland í dag Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Fjörutíu og sex ár eru síðan að Ragnar Axelsson, RAX, hóf störf sem ljósmyndari og er óhætt að segja að hann hafi komið víða við á ferlinum og tekið hverja snilldarmynd á eftir annarri. Nú er RAX gengin til liðs við Vísi og má nú finna stutta viðtalsþætti um þekktustu ljósmyndir hans þar. Sindri Sindrason hitti RAX á dögunum og fór yfir ferilinn með honum fyrir Ísland í dag. „Mig hefur alltaf langað að fara á einhver stað og mynda eldingu en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingu eru ljósmyndarar sem eru að taka myndir á þrífæti því eldingin fer alltaf í lægsta punkt,“ segir Ragnar nokkuð léttur. Ragnar segist vera ánægður að börnin hans hafi ekki farið sömu leið og hann þar sem mikil hætta skapast oft í ljósmyndun. „Þau fóru ekki í þetta og ég vona að barnabörnin mín geri það ekki heldur,“ segir RAX sem var starfandi á Morgunblaðinu í 44 ár. Hann byrjaði á íþróttadeildinni og hefur alltaf haft gaman af vinnunni. Hann hefur til að mynda farið margoft til Grænlands og myndað breytinguna sem hefur átt sér stað í því samfélagi. RAX fer aldrei neitt án myndavélarinnar. „Mér finnst ég í raun nakinn án hennar og er alltaf með hana með mér,“ segir Ragnar. Hann segist ekki hafa toppað sig í ljósmyndun. „Þetta er leit alla ævi, að ná að taka þessa fullkomnu ljósmynd. Kannski næ ég því, kannski ekki en ég stefni á það.“ Þættir RAX eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon og kemur inn nýr þáttur alla sunnudaga.
RAX Ísland í dag Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira