Hrækt að ráðherra og ráðist að kynhneigð hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 23:37 Jens Spahn er heilbrigðisráðherra Þýskalands. EPA/SASCHA STEINBACH Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58