Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2020 18:53 Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Í dómnum segir að þetta eigi sérstaklega við þegar horft sé til þess að almennir hjúkrunarfræðingar séu gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá séu þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum. Afar erfitt sé að henda reiður á nákvæmlega hversu mikið hallar á hjúkrunarfræðinga meðal annars vegna þess að mjög skortir á að til staðar séu samanburðarhæf gögn sem unnt er að draga ályktanir af um launakjör mismunandi starfshópa og virði starfa þeirra, segir í dómnum. Þá eru einnig borin saman meðaldagvinnulaun félagsmanna í nokkrum stéttarfélögum háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2015 til fyrstu mánaða 2020. Sá samanburður sýnir að meðaldagvinnulaun félagsmanna stéttarfélaga voru á bilinu 4-27 prósentum hærri en meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga árið 2015 en á bilinu 2 – 19 prósentum hærri á fyrri hluta árs 2020. Þessi samanburður sýnir einnig sterkt samband á milli meðaldagvinnulauna og kynjahlutfalls í stéttarfélagi. Eftir því sem fleiri karlar tilheyri stéttarfélagi, því hærri eru meðaldagvinnulaunin. Þar eru hjúkrunarfræðingar, sem er almennt talin kvennastétt, með lægstu meðaldagvinnulaunin en þeir sem tilheyra tæknifræðingafélagi Íslands, KTFÍ, með hæstu meðaldagvinnulaunin. „Hvort það er í samræmi við mat á virði starfa eða ábyrgð og álag liggur ekki fyrir,“ segir í gerðardómi. Formaður Félags hjúkrunarfræðingar segir til skoðunar hvort brugðist verði við þessu. „Ég þarf að skoða það, ég þarf að klára að lesa gögnin og fara yfir þau. Síðan sjáum við hvað setur,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH. Tengdar fréttir Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Í dómnum segir að þetta eigi sérstaklega við þegar horft sé til þess að almennir hjúkrunarfræðingar séu gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá séu þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum. Afar erfitt sé að henda reiður á nákvæmlega hversu mikið hallar á hjúkrunarfræðinga meðal annars vegna þess að mjög skortir á að til staðar séu samanburðarhæf gögn sem unnt er að draga ályktanir af um launakjör mismunandi starfshópa og virði starfa þeirra, segir í dómnum. Þá eru einnig borin saman meðaldagvinnulaun félagsmanna í nokkrum stéttarfélögum háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2015 til fyrstu mánaða 2020. Sá samanburður sýnir að meðaldagvinnulaun félagsmanna stéttarfélaga voru á bilinu 4-27 prósentum hærri en meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga árið 2015 en á bilinu 2 – 19 prósentum hærri á fyrri hluta árs 2020. Þessi samanburður sýnir einnig sterkt samband á milli meðaldagvinnulauna og kynjahlutfalls í stéttarfélagi. Eftir því sem fleiri karlar tilheyri stéttarfélagi, því hærri eru meðaldagvinnulaunin. Þar eru hjúkrunarfræðingar, sem er almennt talin kvennastétt, með lægstu meðaldagvinnulaunin en þeir sem tilheyra tæknifræðingafélagi Íslands, KTFÍ, með hæstu meðaldagvinnulaunin. „Hvort það er í samræmi við mat á virði starfa eða ábyrgð og álag liggur ekki fyrir,“ segir í gerðardómi. Formaður Félags hjúkrunarfræðingar segir til skoðunar hvort brugðist verði við þessu. „Ég þarf að skoða það, ég þarf að klára að lesa gögnin og fara yfir þau. Síðan sjáum við hvað setur,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH.
Tengdar fréttir Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59