Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 18:31 Þeir sem beita umsáturseinelti hafa verið nefndir eltihrellar. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. Refsivert verður að „hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða“ eins og það er orðað í drögunum. Þau birtust í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að mikilvægt þyki að lögfesta sérstakt refsiákvæði um umsáturseinelti til að treysta „enn frekar“ vernd kvenna og barna hér á landi. Ákvæðið kæmi til viðbótar ákvæðum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Nálgunarbann þykir ekki veita þolendum ofbeldis nægilega vernd fyrir síendurteknum friðhelgisbrotum eða ofsóknum. Það sé ennfremur ekki refsing heldur þvingunaraðgerð sem takmarkar athafnafrelsi þess sem það er lagt á. Brot gegn nálgunarbanni er sjálfstætt refsivert brot. Aðferðin verði refsiverð sé hún endurtekin Vísar dómsmálaráðuneytið til Istanbúlsamningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi sem Evrópuráðið samþykkti árið 2011 og íslensk stjórnvöld fullgiltu árið 2018. Á grundvelli samnings var íslenskum lögum breytt og inn í þau voru sett ákvæði um nauðungarhjónarbönd og ofbeldi í nánum samböndum. Í samningnum var einnig kveðið á um að aðilar að honum gerðu nauðsynlegar ráðstafanir vegna umsáturseineltis. Sérstakt ákvæði um það er nú að finna í norskum, sænskum og finnskum hegningarlögum. Ákvæðið sem lagt er til að bætist við íslensk hegningarlög sækir fyrirmynd sína sérstaklega til norska og finnska ákvæðisins auk Istanbúlsamningsins. Aðferð, sem beitt er við umsáturseinelti þarf ekki að fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað heldur getur hegðun, sem ein og sér er ekki refsiverð, orðið það ef hún er endurtekin. „Háttsemin getur falist í því að fylgja eftir eða elta annan mann ítrekað, koma á samskiptum eða sambandi við annan mann í óþökk hans eða með því að láta annan mann vita að fylgst sé með honum. Í þessu felst t.d. að mæta í eigin persónu á vinnustað annars manns eða stað þar sem hann stundar íþróttir eða nám eða sinnir áhugamálum sínum eða fylgja honum eftir í netheimum, s.s. á spjallborðum eða netsamfélagsmiðlum. Þá getur umsáturseinelti falist í að skemma eigur manns, skilja eftir ummerki um nálægð á persónulegum eignum hans eða jafnvel gæludýri,“ segir í greinargerðinni. Heimilisofbeldi Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. Refsivert verður að „hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða“ eins og það er orðað í drögunum. Þau birtust í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að mikilvægt þyki að lögfesta sérstakt refsiákvæði um umsáturseinelti til að treysta „enn frekar“ vernd kvenna og barna hér á landi. Ákvæðið kæmi til viðbótar ákvæðum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Nálgunarbann þykir ekki veita þolendum ofbeldis nægilega vernd fyrir síendurteknum friðhelgisbrotum eða ofsóknum. Það sé ennfremur ekki refsing heldur þvingunaraðgerð sem takmarkar athafnafrelsi þess sem það er lagt á. Brot gegn nálgunarbanni er sjálfstætt refsivert brot. Aðferðin verði refsiverð sé hún endurtekin Vísar dómsmálaráðuneytið til Istanbúlsamningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi sem Evrópuráðið samþykkti árið 2011 og íslensk stjórnvöld fullgiltu árið 2018. Á grundvelli samnings var íslenskum lögum breytt og inn í þau voru sett ákvæði um nauðungarhjónarbönd og ofbeldi í nánum samböndum. Í samningnum var einnig kveðið á um að aðilar að honum gerðu nauðsynlegar ráðstafanir vegna umsáturseineltis. Sérstakt ákvæði um það er nú að finna í norskum, sænskum og finnskum hegningarlögum. Ákvæðið sem lagt er til að bætist við íslensk hegningarlög sækir fyrirmynd sína sérstaklega til norska og finnska ákvæðisins auk Istanbúlsamningsins. Aðferð, sem beitt er við umsáturseinelti þarf ekki að fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað heldur getur hegðun, sem ein og sér er ekki refsiverð, orðið það ef hún er endurtekin. „Háttsemin getur falist í því að fylgja eftir eða elta annan mann ítrekað, koma á samskiptum eða sambandi við annan mann í óþökk hans eða með því að láta annan mann vita að fylgst sé með honum. Í þessu felst t.d. að mæta í eigin persónu á vinnustað annars manns eða stað þar sem hann stundar íþróttir eða nám eða sinnir áhugamálum sínum eða fylgja honum eftir í netheimum, s.s. á spjallborðum eða netsamfélagsmiðlum. Þá getur umsáturseinelti falist í að skemma eigur manns, skilja eftir ummerki um nálægð á persónulegum eignum hans eða jafnvel gæludýri,“ segir í greinargerðinni.
Heimilisofbeldi Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira