23 fjölmiðlar skipta 400 milljónum á milli sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2020 16:37 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er yfir málefnum fjölmiðla. Vísir/Vilhelm 23 einkareknir fjölmiðlar fá styrki frá ríkinu sem nema allt að hundrað milljónum króna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru. 23 fjölmiðlar uppfylltu skilyrði fyrir styrkveitingu en þremur umsóknum var hafnað. Árvakur sem gefur út Morgunblaðið, Mbl.is og K100 fékk hæsta styrkinn eða sem nemur um 100 milljónum króna. Sýn sem rekur Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna kemur næst á eftir með rúma 91 milljón króna. Þá Torg sem gefur út Fréttablaðið, DV og Hringbraut með tæpar 65 milljónir króna. Birtingur sem gefur út Mannlíf fær 24 milljónir króna, Stundin fær tæpar 18 milljónir króna og Kjarninn rúmar níu. Að neðan má sjá hvernig fjárhæðin skiptist. Forsaga málsins er sú að Alþingi samþykkti í vor að verja 400 milljónum króna í rekstrarstuðning fjölmiðla og fól ráðherra að setja reglugerð með stoð í 9. gr. laga nr. 37/2020. Þar var tilgreint að við ákvörðun um fjárhæð stuðnings yrði litið til tryggingagjalds vegna launagreiðslna til blaða- og fréttamanna, myndatökumanna, ljósmyndara, ritstjóra og aðstoðarritstjóra á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá yrði tekið mið af beinum verktakagreiðslum til sambærilegra aðila, útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. Upplýsingarnar skyldu staðfestar af endurskoðanda. Fjölmiðlanefnd var falin umsýsla málsins og auglýsti eftir umsóknum í júlí síðastliðnum. Umsóknarfrestur rann út 7. ágúst. Alls bárust 26 umsóknir um sérstakan rekstrarstuðning, þar af 25 frá fjölmiðlaveitum og ein frá félagi sem ekki telst fjölmiðlaveita í skilningi laga um fjölmiðla. 23 fjölmiðlaveitur uppfylltu skilyrðin. Þremur umsóknum var hafnað. Í erindi fjölmiðlanefndar til ráðherra kemur fram að umsóknir fjölmiðlanna hafi í heild numið hærri upphæð en sem nam 400 milljónum króna. Fjárhæðin var því skert í jöfnum hlutföllum. Þá var litið til þess að stuðningur til hvers umsækjanda gæti ekki orðið hærri en sem nemur 25% af þeirri fjárveitingu sem Alþingi hefur úthlutað. Uppfylltu ekki skilyrðin Eiðfaxi ehf, Frjáls fjölmiðlun ehf og Úr vör ehf töldust ekki uppfylla skilyrði fyrir greiðslu frá ríkinu. Eiðfaxi fjallar eingöngu um íslenska hestinn og hestamennsku og uppfyllti því ekki skilyrði um almenn og fjölbreytt efnistök með breiða skírskotun. Vefmiðillinn Úr vör fjallar um menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni og taldist hvorki uppfylla fyrrnefnd skilyrði um efnistök né um miðlun efnis. Þá var umsókn Frjálsrar fjölmiðlunar ehf hafnað þar sem engir fjölmiðlar eru lengur starfræktir af hálfu félagsins. Skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði a. Um sé að ræða endurgreiðsluhæfan kostnað skv. 62. gr. h. b. Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar skv. IV. kafla og uppfylla að öðru leyti skilyrði laga þessara. c. Fjölmiðill skal hafa starfað með leyfi frá fjölmiðlanefnd sbr. 17. gr. eða skráningu, sbr. 14. gr. óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. d. Aðalmarkmið prent- og netmiðla skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla frá sjálfstæðri fréttastofu daglega nýjum fréttum eða fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og fyrir almenning á Íslandi. f. Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki fjörutíu og átta sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu daglega miðla nýju efni skv. d-lið. g. Ritstjórnarefni skal að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum og netmiðlum. Sömu skilyrði eiga við um staðbundna prent- og netmiðla, en áskilið er að minnst helmingur ritstjórnarefnis varði útbreiðslusvæði miðilsins með beinum eða óbeinum hætti. h. Einn sjötti hluti ritstjórnarefnis sem birtist í prent- og netmiðlum skal byggjast á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Sama gildir um fréttir, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni sem miðlað er af hljóð- og myndmiðlum og öðrum sambærilegum miðlum. i. Á fjölmiðli skulu starfa að lágmarki þrír starfsmenn í fullu starfi við að afla og miðla efni skv. d-lið en einn starfsmaður hjá staðbundnum fjölmiðli. j. Fjölmiðlaveita skal hafa staðið skil á árlegri skýrslugjöf til fjölmiðlanefndar skv. 23. gr. vegna næstliðins árs og hafa veitt fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald fjölmiðlaveitunnar skv. 17. gr., þar með talin gögn um raunverulegan eiganda og yfirráð samkvæmt skilgreiningu í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. k. Fjölmiðlaveita sé ekki í vanskilum vegna opinberra gjalda eða afdreginna lífeyrisiðgjalda. Leggja skal fram staðfestingu á skuldastöðu við opinbera aðila og lífeyrissjóði. Vísir er í eigu Sýnar sem fékk úthlutað rekstrarstyrk. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
23 einkareknir fjölmiðlar fá styrki frá ríkinu sem nema allt að hundrað milljónum króna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru. 23 fjölmiðlar uppfylltu skilyrði fyrir styrkveitingu en þremur umsóknum var hafnað. Árvakur sem gefur út Morgunblaðið, Mbl.is og K100 fékk hæsta styrkinn eða sem nemur um 100 milljónum króna. Sýn sem rekur Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna kemur næst á eftir með rúma 91 milljón króna. Þá Torg sem gefur út Fréttablaðið, DV og Hringbraut með tæpar 65 milljónir króna. Birtingur sem gefur út Mannlíf fær 24 milljónir króna, Stundin fær tæpar 18 milljónir króna og Kjarninn rúmar níu. Að neðan má sjá hvernig fjárhæðin skiptist. Forsaga málsins er sú að Alþingi samþykkti í vor að verja 400 milljónum króna í rekstrarstuðning fjölmiðla og fól ráðherra að setja reglugerð með stoð í 9. gr. laga nr. 37/2020. Þar var tilgreint að við ákvörðun um fjárhæð stuðnings yrði litið til tryggingagjalds vegna launagreiðslna til blaða- og fréttamanna, myndatökumanna, ljósmyndara, ritstjóra og aðstoðarritstjóra á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá yrði tekið mið af beinum verktakagreiðslum til sambærilegra aðila, útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. Upplýsingarnar skyldu staðfestar af endurskoðanda. Fjölmiðlanefnd var falin umsýsla málsins og auglýsti eftir umsóknum í júlí síðastliðnum. Umsóknarfrestur rann út 7. ágúst. Alls bárust 26 umsóknir um sérstakan rekstrarstuðning, þar af 25 frá fjölmiðlaveitum og ein frá félagi sem ekki telst fjölmiðlaveita í skilningi laga um fjölmiðla. 23 fjölmiðlaveitur uppfylltu skilyrðin. Þremur umsóknum var hafnað. Í erindi fjölmiðlanefndar til ráðherra kemur fram að umsóknir fjölmiðlanna hafi í heild numið hærri upphæð en sem nam 400 milljónum króna. Fjárhæðin var því skert í jöfnum hlutföllum. Þá var litið til þess að stuðningur til hvers umsækjanda gæti ekki orðið hærri en sem nemur 25% af þeirri fjárveitingu sem Alþingi hefur úthlutað. Uppfylltu ekki skilyrðin Eiðfaxi ehf, Frjáls fjölmiðlun ehf og Úr vör ehf töldust ekki uppfylla skilyrði fyrir greiðslu frá ríkinu. Eiðfaxi fjallar eingöngu um íslenska hestinn og hestamennsku og uppfyllti því ekki skilyrði um almenn og fjölbreytt efnistök með breiða skírskotun. Vefmiðillinn Úr vör fjallar um menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni og taldist hvorki uppfylla fyrrnefnd skilyrði um efnistök né um miðlun efnis. Þá var umsókn Frjálsrar fjölmiðlunar ehf hafnað þar sem engir fjölmiðlar eru lengur starfræktir af hálfu félagsins. Skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði a. Um sé að ræða endurgreiðsluhæfan kostnað skv. 62. gr. h. b. Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar skv. IV. kafla og uppfylla að öðru leyti skilyrði laga þessara. c. Fjölmiðill skal hafa starfað með leyfi frá fjölmiðlanefnd sbr. 17. gr. eða skráningu, sbr. 14. gr. óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. d. Aðalmarkmið prent- og netmiðla skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla frá sjálfstæðri fréttastofu daglega nýjum fréttum eða fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og fyrir almenning á Íslandi. f. Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki fjörutíu og átta sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu daglega miðla nýju efni skv. d-lið. g. Ritstjórnarefni skal að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum og netmiðlum. Sömu skilyrði eiga við um staðbundna prent- og netmiðla, en áskilið er að minnst helmingur ritstjórnarefnis varði útbreiðslusvæði miðilsins með beinum eða óbeinum hætti. h. Einn sjötti hluti ritstjórnarefnis sem birtist í prent- og netmiðlum skal byggjast á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Sama gildir um fréttir, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni sem miðlað er af hljóð- og myndmiðlum og öðrum sambærilegum miðlum. i. Á fjölmiðli skulu starfa að lágmarki þrír starfsmenn í fullu starfi við að afla og miðla efni skv. d-lið en einn starfsmaður hjá staðbundnum fjölmiðli. j. Fjölmiðlaveita skal hafa staðið skil á árlegri skýrslugjöf til fjölmiðlanefndar skv. 23. gr. vegna næstliðins árs og hafa veitt fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald fjölmiðlaveitunnar skv. 17. gr., þar með talin gögn um raunverulegan eiganda og yfirráð samkvæmt skilgreiningu í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. k. Fjölmiðlaveita sé ekki í vanskilum vegna opinberra gjalda eða afdreginna lífeyrisiðgjalda. Leggja skal fram staðfestingu á skuldastöðu við opinbera aðila og lífeyrissjóði. Vísir er í eigu Sýnar sem fékk úthlutað rekstrarstyrk.
a. Um sé að ræða endurgreiðsluhæfan kostnað skv. 62. gr. h. b. Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar skv. IV. kafla og uppfylla að öðru leyti skilyrði laga þessara. c. Fjölmiðill skal hafa starfað með leyfi frá fjölmiðlanefnd sbr. 17. gr. eða skráningu, sbr. 14. gr. óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. d. Aðalmarkmið prent- og netmiðla skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla frá sjálfstæðri fréttastofu daglega nýjum fréttum eða fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og fyrir almenning á Íslandi. f. Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki fjörutíu og átta sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu daglega miðla nýju efni skv. d-lið. g. Ritstjórnarefni skal að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum og netmiðlum. Sömu skilyrði eiga við um staðbundna prent- og netmiðla, en áskilið er að minnst helmingur ritstjórnarefnis varði útbreiðslusvæði miðilsins með beinum eða óbeinum hætti. h. Einn sjötti hluti ritstjórnarefnis sem birtist í prent- og netmiðlum skal byggjast á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Sama gildir um fréttir, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni sem miðlað er af hljóð- og myndmiðlum og öðrum sambærilegum miðlum. i. Á fjölmiðli skulu starfa að lágmarki þrír starfsmenn í fullu starfi við að afla og miðla efni skv. d-lið en einn starfsmaður hjá staðbundnum fjölmiðli. j. Fjölmiðlaveita skal hafa staðið skil á árlegri skýrslugjöf til fjölmiðlanefndar skv. 23. gr. vegna næstliðins árs og hafa veitt fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald fjölmiðlaveitunnar skv. 17. gr., þar með talin gögn um raunverulegan eiganda og yfirráð samkvæmt skilgreiningu í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. k. Fjölmiðlaveita sé ekki í vanskilum vegna opinberra gjalda eða afdreginna lífeyrisiðgjalda. Leggja skal fram staðfestingu á skuldastöðu við opinbera aðila og lífeyrissjóði.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira