Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2020 12:13 Forstjóri Play segir það skekkja samkeppni á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair aðstoð með ábyrgð á lánum upp á allt að 15 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Forstjóri flugfélagsins Play gerir miklar athugasemdir við frumvarp fjármálaráðhera um ríkisábyrgð á lánalínum fyrir Icelandair. Ábyrgðin feli í sér mikla áhættu fyrir ríkissjóð og skekki samkeppnisstöðu á flugmarkaði. Ellefu umsagnir hafa borist til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga, þar sem gert er ráð fyrir ríkisábyrgð að verðmæti allt að 15 milljarða til Icelandair Group. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki gera athugasemdir við að veitt verði ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair Group en ekki einungis til flugfélagsins Icelandair. Því Icelandair Group eigi einnig dótturfélög í innanlandsflugi, vöruflutningum sem og ferðaskrifstofurekstri. Ferðavefurinn Túristi vekur athygli á að Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar sem styðja frumvarpið hafi breytt áliti sínu og bætt inn eftirfarandi fyrirvara: „Fjárlaganefnd ætti að skoða hvort rétt sé að ábyrgðinni fylgi þaðskilyrði að húnsé nýtt íflugrekstri einvörðungu, t.d.með lánveitingu til Icelandair ehf., ekki Icelandair Group." Í áliti flugfélagsins Play, sem enn hefur ekki hafið starfsemi, er tekið undir þetta og síðan gerðar alvarlegar athugasemdir við málið í heild sinni. Í umsögn félagsins sem Arnar Már Magnússon forstjóri félagsins skrifar undir er meðal annars bent á að gjaldið fyrir ríkisábyrgðina sé lægra en gert sé ráð fyrir í viðmiðunum Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Arnar Már Magnússon segir ríkið ætla að taka lægra gjald fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair en viðmiðanir Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins geri ráð fyrir og það sem tíðkist á almennum markaði.Vísir/Vilhelm „Þetta gjald er hærra bæði á almennum markaði og hvernig það hefur tíðkast erlendis í gegnum þessi neyðarlán. Við teljum þetta gjald einfaldlega of lágt,” segir Arnar Már. Með því felist of mikill vilji stjórnvalda til ívilnunar. Almennt leggist Play gegn ríkisaðstoð við Icelandair. „Við teljum að flugmarkaðurinn eins og aðrir markaðir eigi að vera markaður án ríkisíhlutunar eða ívilnunar. Teljum að það eigi við um flugmarkaðinn sem og aðra markaði,” segir forstjóri Play. Kórónufaraldurinn hefur seinkað áformum Play um að hefja starfsemi en fari illa fyrir Icelandair flugfélaginu segir Arnar Már flugfélagið með allt tilbúið. „Hundrað prósent. Við höfum lagt gríðarlega mikla vinnu í uppbyggingu félagsins undanfarna mánuði og höfum þurft að fresta fyrsta flugi sökum covid. En við erum hundrað prósent tilbúin og getum stigið hratt inn. Með frábæran flota af nýjum Airbus flugvélum sem henta gríðarlega vel inn í leiðarkerfið. Eru hagkvæmar og sparsamar á sama tíma,” segir Arnar Már Magnússon. Icelandair Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Play Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Play gerir miklar athugasemdir við frumvarp fjármálaráðhera um ríkisábyrgð á lánalínum fyrir Icelandair. Ábyrgðin feli í sér mikla áhættu fyrir ríkissjóð og skekki samkeppnisstöðu á flugmarkaði. Ellefu umsagnir hafa borist til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga, þar sem gert er ráð fyrir ríkisábyrgð að verðmæti allt að 15 milljarða til Icelandair Group. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki gera athugasemdir við að veitt verði ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair Group en ekki einungis til flugfélagsins Icelandair. Því Icelandair Group eigi einnig dótturfélög í innanlandsflugi, vöruflutningum sem og ferðaskrifstofurekstri. Ferðavefurinn Túristi vekur athygli á að Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar sem styðja frumvarpið hafi breytt áliti sínu og bætt inn eftirfarandi fyrirvara: „Fjárlaganefnd ætti að skoða hvort rétt sé að ábyrgðinni fylgi þaðskilyrði að húnsé nýtt íflugrekstri einvörðungu, t.d.með lánveitingu til Icelandair ehf., ekki Icelandair Group." Í áliti flugfélagsins Play, sem enn hefur ekki hafið starfsemi, er tekið undir þetta og síðan gerðar alvarlegar athugasemdir við málið í heild sinni. Í umsögn félagsins sem Arnar Már Magnússon forstjóri félagsins skrifar undir er meðal annars bent á að gjaldið fyrir ríkisábyrgðina sé lægra en gert sé ráð fyrir í viðmiðunum Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Arnar Már Magnússon segir ríkið ætla að taka lægra gjald fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair en viðmiðanir Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins geri ráð fyrir og það sem tíðkist á almennum markaði.Vísir/Vilhelm „Þetta gjald er hærra bæði á almennum markaði og hvernig það hefur tíðkast erlendis í gegnum þessi neyðarlán. Við teljum þetta gjald einfaldlega of lágt,” segir Arnar Már. Með því felist of mikill vilji stjórnvalda til ívilnunar. Almennt leggist Play gegn ríkisaðstoð við Icelandair. „Við teljum að flugmarkaðurinn eins og aðrir markaðir eigi að vera markaður án ríkisíhlutunar eða ívilnunar. Teljum að það eigi við um flugmarkaðinn sem og aðra markaði,” segir forstjóri Play. Kórónufaraldurinn hefur seinkað áformum Play um að hefja starfsemi en fari illa fyrir Icelandair flugfélaginu segir Arnar Már flugfélagið með allt tilbúið. „Hundrað prósent. Við höfum lagt gríðarlega mikla vinnu í uppbyggingu félagsins undanfarna mánuði og höfum þurft að fresta fyrsta flugi sökum covid. En við erum hundrað prósent tilbúin og getum stigið hratt inn. Með frábæran flota af nýjum Airbus flugvélum sem henta gríðarlega vel inn í leiðarkerfið. Eru hagkvæmar og sparsamar á sama tíma,” segir Arnar Már Magnússon.
Icelandair Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Play Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49
Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14