Steinþór Hróar Steinþórsson og Sigrún Sig stóðu fyrir nafnaveislu í gær og fékk dóttir þeirra nýtt og glæsilegt nafn.
Fyrir átti parið stúlkuna Ronju og fékk yngri dóttirin nafnið Matthildur Yrsa.
„Þessi litli brjálæðingur fékk nafnið sitt í dag í svakalegu partíi með nánustu fjölskyldu. Þótt það hafi staðið Tristana Súla á kökunni þá heitir hún Matthildur Yrsa. Elsku Matthildur heimurinn er þinn,“ skrifar Steindi í færslu á Facebook og birtir myndir frá nafnaveislunni sem sjá má hér að neðan.