Messi gæti þurft að sleppa öllu tímabilinu til að losna frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 10:30 Framtíð Lionel Messi er enn í uppnámi en leikmaðurinn vill alls ekki vera áfram hjá Barcelona. EPA-EFE/Manu Fernandez / POOL Barcelona heldur fast í Lionel Messi og forráðamenn félagsins ætla ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um lokatímabil argentínska snillingsins hjá félaginu. Lykilatriðið í öllu málinu er að Lionel Messi annars vegar og forráðamenn Barcelona hins vegar leggja sitt hvort túlkunina í samninginn sem Messi skrifaði undir árið 2017. ESPN hefur fjallað mikið um málið og menn þar á bæ eru greinilega með mikil sambönd þegar kemur að Barcelona og Lionel Messi. Barcelona believe the only way Lionel Messi can legally leave for free is if he commits to not playing next season, sources told @samuelmarsden and @moillorens: https://t.co/8aIRJ5Ft7X pic.twitter.com/sTnVDZcMlZ— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2020 Túlkun Barcelona á samningi Messi er samkvæmt heimildum ESPN þannig að Messi gæti hætt hjá félaginu en það þýddi að hann yrði að gefa eftir öll launin sín og mætti ekki semja við annað félag fyrr en næsta sumar. Enginn fengi því að sjá Lionel Messi að spila á tímabilinu 2020-21 en hinn 33 ára gamli Messi á ekki mörg ár eftir og tjónið því mikið fyrir fótboltann. Samningur Lionel Messi rennur út sumarið 2021 en hann og Barcelona deila um hvort að Messi geti sleppt þessu síðasta tímabili. Barcelona segir að uppsagnarákvæðið sé enn í gildi þar sem þyrfti að borga 700 milljónir evra fyrir samninginn. Messi og lögfræðingar hans segja að þetta ákvæði sé ekki í gildi á þessu síðasta ári samningsins. Kórónuveiran blandast að sjálfsögðu inn i þetta mál því Messi varð samkvæmt samningnum að ákveða framhaldið í síðasta lagi í júní en tímabilið dróst á langinn og leiktíðin endaði ekki fyrr en í ágúst. When Bartomeu and Jorge Messi meet on Wednesday, Bartomeu is expected to offer Messi a new two-year contract while his father will ask to leave for free, reports @moillorens pic.twitter.com/CwMiCYyJsW— B/R Football (@brfootball) August 31, 2020 Lögfræðingar Lionel Messi halda því fram að hann sé búinn að segja upp samningnum sínum og þess vegna sé hann ekki mættur til Barcelona eins og aðrir leikmenn liðsins. Barcelona er aftur á móti byrjað að sekta hann fyrir skrópið. Barcelona vill alls ekki missa Lionel Messi og samkvæmt heimildum ESPN er nýr tveggja ára samningur enn á borðinu. Þar myndi Messiað mestu halda sínum launum sem eru í kringum hundrað milljónir evra á ári. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Barcelona heldur fast í Lionel Messi og forráðamenn félagsins ætla ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um lokatímabil argentínska snillingsins hjá félaginu. Lykilatriðið í öllu málinu er að Lionel Messi annars vegar og forráðamenn Barcelona hins vegar leggja sitt hvort túlkunina í samninginn sem Messi skrifaði undir árið 2017. ESPN hefur fjallað mikið um málið og menn þar á bæ eru greinilega með mikil sambönd þegar kemur að Barcelona og Lionel Messi. Barcelona believe the only way Lionel Messi can legally leave for free is if he commits to not playing next season, sources told @samuelmarsden and @moillorens: https://t.co/8aIRJ5Ft7X pic.twitter.com/sTnVDZcMlZ— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2020 Túlkun Barcelona á samningi Messi er samkvæmt heimildum ESPN þannig að Messi gæti hætt hjá félaginu en það þýddi að hann yrði að gefa eftir öll launin sín og mætti ekki semja við annað félag fyrr en næsta sumar. Enginn fengi því að sjá Lionel Messi að spila á tímabilinu 2020-21 en hinn 33 ára gamli Messi á ekki mörg ár eftir og tjónið því mikið fyrir fótboltann. Samningur Lionel Messi rennur út sumarið 2021 en hann og Barcelona deila um hvort að Messi geti sleppt þessu síðasta tímabili. Barcelona segir að uppsagnarákvæðið sé enn í gildi þar sem þyrfti að borga 700 milljónir evra fyrir samninginn. Messi og lögfræðingar hans segja að þetta ákvæði sé ekki í gildi á þessu síðasta ári samningsins. Kórónuveiran blandast að sjálfsögðu inn i þetta mál því Messi varð samkvæmt samningnum að ákveða framhaldið í síðasta lagi í júní en tímabilið dróst á langinn og leiktíðin endaði ekki fyrr en í ágúst. When Bartomeu and Jorge Messi meet on Wednesday, Bartomeu is expected to offer Messi a new two-year contract while his father will ask to leave for free, reports @moillorens pic.twitter.com/CwMiCYyJsW— B/R Football (@brfootball) August 31, 2020 Lögfræðingar Lionel Messi halda því fram að hann sé búinn að segja upp samningnum sínum og þess vegna sé hann ekki mættur til Barcelona eins og aðrir leikmenn liðsins. Barcelona er aftur á móti byrjað að sekta hann fyrir skrópið. Barcelona vill alls ekki missa Lionel Messi og samkvæmt heimildum ESPN er nýr tveggja ára samningur enn á borðinu. Þar myndi Messiað mestu halda sínum launum sem eru í kringum hundrað milljónir evra á ári.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira