Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. ágúst 2020 18:34 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að um 25 til 30 þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin. Vísir/Arnar Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. Sextíu og tveim af 133 starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn í morgun. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia en Isavia sagði upp 133 starfsmönnum fyrir helgi sem flestir störfuðu við öryggisleit. Þá var sextíu og níu manns ótilgreinds ferðaþjónustufyrirtækis einnig sagt upp. Hópuppsagnir segja þó ekki alla söguna þar sem mörg minni ferðaþjónustufyrirtæki hafa sagt upp fólki þessi mánaðarmót. „Staðan er mjög alvarleg. ferðaþjónustufyrirtæki eru núna annað hvort að segja upp starfsfólki eða segja fólki að það geti ekki fengið endurráðningu sem hafði von um það að fá endurráðningu inn í haustið,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum Fyrirtækin höfðu þá endurráðið starfsfólk tímabundið í sumar þegar fór að birta til. „Til dæmis ferðaskrifstofur sem eru að segja upp á milli tíu og tuttugu og upp í fjörutíu manns. Við vitum af fyrirtækjum sem eru ekki að endurráða á milli 30 og 50 manns þannig þetta er fljótt að hlaupa upp í nokkur hundruð manns sem við vitum að er verið að segja upp eða munu ekki hljóta endurráðningu sem þeir áttu von til,“ segir Jóhannes Þór. Þetta sé bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum sem tók gildi 19. ágúst. Um þrjátíu starfsmenn Kynnisferða fengu leiðinlegar fréttir í dag. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða.Vísir/Vilhelm „Við sögðum upp sex starfsmönnum og tímabundnum samningum sem við vorum búnir að ganga frá við um 25 starfsmenn þannig að við þurfum að segja öllum þessum samningum upp,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Styrkir myndu tryggja einhverjum starfsmönnum áframhaldandi vinnu Nú sé búið að segja upp 90 % af starfsfólki fyrirtækisins. „Það er ljóst að þessar aðgerðir sem tóku gildi 19. ágúst eru að hafa það mikil áhrif á ferðamenn að við munum ekki sjá þá koma til landsins á meðan þessar hömlur eru,“ segir hann. Hlutabótaleiðina hafi hjálpað í vor en nú vildi hann frekar sjá styrki frá stjórnvöldum. Það myndi gera fyrirtækjum kleift að halda einhverjum starfsmönnum í vinnu - sem gætu til að mynda haldið viðskiptasamböndum. „Til þess að vera tilbúin og vera til takist þegar ferðaþjónusta fer aftur af stað,“ segir Björn. „Því miður held ég að við séum að fara inn í jólavertíðina með svona 25 til 30 þúsund manns á atvinnuleysisskrá,“ segir Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00 Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. Sextíu og tveim af 133 starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn í morgun. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia en Isavia sagði upp 133 starfsmönnum fyrir helgi sem flestir störfuðu við öryggisleit. Þá var sextíu og níu manns ótilgreinds ferðaþjónustufyrirtækis einnig sagt upp. Hópuppsagnir segja þó ekki alla söguna þar sem mörg minni ferðaþjónustufyrirtæki hafa sagt upp fólki þessi mánaðarmót. „Staðan er mjög alvarleg. ferðaþjónustufyrirtæki eru núna annað hvort að segja upp starfsfólki eða segja fólki að það geti ekki fengið endurráðningu sem hafði von um það að fá endurráðningu inn í haustið,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum Fyrirtækin höfðu þá endurráðið starfsfólk tímabundið í sumar þegar fór að birta til. „Til dæmis ferðaskrifstofur sem eru að segja upp á milli tíu og tuttugu og upp í fjörutíu manns. Við vitum af fyrirtækjum sem eru ekki að endurráða á milli 30 og 50 manns þannig þetta er fljótt að hlaupa upp í nokkur hundruð manns sem við vitum að er verið að segja upp eða munu ekki hljóta endurráðningu sem þeir áttu von til,“ segir Jóhannes Þór. Þetta sé bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum sem tók gildi 19. ágúst. Um þrjátíu starfsmenn Kynnisferða fengu leiðinlegar fréttir í dag. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða.Vísir/Vilhelm „Við sögðum upp sex starfsmönnum og tímabundnum samningum sem við vorum búnir að ganga frá við um 25 starfsmenn þannig að við þurfum að segja öllum þessum samningum upp,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Styrkir myndu tryggja einhverjum starfsmönnum áframhaldandi vinnu Nú sé búið að segja upp 90 % af starfsfólki fyrirtækisins. „Það er ljóst að þessar aðgerðir sem tóku gildi 19. ágúst eru að hafa það mikil áhrif á ferðamenn að við munum ekki sjá þá koma til landsins á meðan þessar hömlur eru,“ segir hann. Hlutabótaleiðina hafi hjálpað í vor en nú vildi hann frekar sjá styrki frá stjórnvöldum. Það myndi gera fyrirtækjum kleift að halda einhverjum starfsmönnum í vinnu - sem gætu til að mynda haldið viðskiptasamböndum. „Til þess að vera tilbúin og vera til takist þegar ferðaþjónusta fer aftur af stað,“ segir Björn. „Því miður held ég að við séum að fara inn í jólavertíðina með svona 25 til 30 þúsund manns á atvinnuleysisskrá,“ segir Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00 Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00
Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18
Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34