Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir faðmar Pernille Harder um leið og Wolfsburg leikmenninrir ganga framhjá. Getty/Sergio Perez Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira