Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 12:29 Flugvél breska flugfélagsins TUI. Myndin er úr safni. Vísir/getty Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. Farþegi í umræddu flugi ber því afar illa söguna; segir aðra farþega hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi með tilliti til sóttvarna og áhöfnin hafi lítið sem ekkert skipt sér af ástandinu. Alls voru 193 um borð í flugi TOM6215 frá grísku eyjunni Zante til Cardiff í Wales 25. ágúst síðastliðinn. Af þeim sextán sem greinst hafa með veiruna er talið að sjö hafi þegar verið orðnir smitandi í fluginu. Bretinn Stephanie Whitfield, farþegi í flugi TOM6215, lýsti reynslu sinni í viðtali á BBC Radio 4 í morgun. Hún sagði marga af farþegunum um borð í vélinni ekki hafa borið grímur og virt sóttvarnareglur að vettugi. „Fullt af fólki var með grímurnar undir nefinu eða jafnvel undir hökunni. Það tók grímurnar af sér til að tala við vini sína og fóru fram og til baka um ganga vélarinnar grímulausir til að tala við vini,“ sagði Whitfield. Þá hafi áhöfnin ekki framfylgt sóttvarnareglum og virst kippa sér lítið upp við kæruleysi farþega. Grímuskylda er á flugvöllum og um borð í flugvélum í Bretlandi. „Flugið var fullt af sjálfselskum „kóvitum“ (e. covidiots) og vanhæfri áhöfn sem sýndi af sér algjört skeytingarleysi,“ sagði Whitfield, sem kvað Covid-sýkingu meðal farþega ekki hafa komið sér á óvart. Flugfélagið segist harma upplifun Whitfield af fluginu. Atvikið verði rannsakað í þaula. Þá sé „öryggi og velferð farþega og áhafnar“ ætíð í forgangi. Allir sem voru um borð í flugvélinni hafa verið beðnir um að sæta sóttkví í tvær vikur. Um þrjátíu hafa greinst með kórónuveiruna í Wales í liðinni viku eftir að hafa komið heim frá Zante og búist er við að fleiri greinist á næstu dögum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Fréttir af flugi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira
Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. Farþegi í umræddu flugi ber því afar illa söguna; segir aðra farþega hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi með tilliti til sóttvarna og áhöfnin hafi lítið sem ekkert skipt sér af ástandinu. Alls voru 193 um borð í flugi TOM6215 frá grísku eyjunni Zante til Cardiff í Wales 25. ágúst síðastliðinn. Af þeim sextán sem greinst hafa með veiruna er talið að sjö hafi þegar verið orðnir smitandi í fluginu. Bretinn Stephanie Whitfield, farþegi í flugi TOM6215, lýsti reynslu sinni í viðtali á BBC Radio 4 í morgun. Hún sagði marga af farþegunum um borð í vélinni ekki hafa borið grímur og virt sóttvarnareglur að vettugi. „Fullt af fólki var með grímurnar undir nefinu eða jafnvel undir hökunni. Það tók grímurnar af sér til að tala við vini sína og fóru fram og til baka um ganga vélarinnar grímulausir til að tala við vini,“ sagði Whitfield. Þá hafi áhöfnin ekki framfylgt sóttvarnareglum og virst kippa sér lítið upp við kæruleysi farþega. Grímuskylda er á flugvöllum og um borð í flugvélum í Bretlandi. „Flugið var fullt af sjálfselskum „kóvitum“ (e. covidiots) og vanhæfri áhöfn sem sýndi af sér algjört skeytingarleysi,“ sagði Whitfield, sem kvað Covid-sýkingu meðal farþega ekki hafa komið sér á óvart. Flugfélagið segist harma upplifun Whitfield af fluginu. Atvikið verði rannsakað í þaula. Þá sé „öryggi og velferð farþega og áhafnar“ ætíð í forgangi. Allir sem voru um borð í flugvélinni hafa verið beðnir um að sæta sóttkví í tvær vikur. Um þrjátíu hafa greinst með kórónuveiruna í Wales í liðinni viku eftir að hafa komið heim frá Zante og búist er við að fleiri greinist á næstu dögum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Fréttir af flugi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira