Átta mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla.
Fimm þeirra komu á Meistaravöllum þar sem KR vann ÍA, 4-1. Atli Sigurjónsson og Pablo Punyed skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR-inga sem unnu þarna sinn fyrsta deildarleik síðan 19. júlí. Stefán Teitur Þórðarson skoraði mark Skagamanna.
Valur vann sinn sjötta leik í röð þegar liðið sigraði HK, 1-0, á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu. Valur er með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.
Fylkir komst upp í 2. sæti deildarinnar með 0-2 sigri Gróttu á Seltjarnarnesi. Valdimar Þór Ingimundarson og Hákon Ingi Jónsson skoruðu mörk Árbæinga sem hafa unnið tvo leiki í röð. Seltirningar hafa hins vegar tapað þremur leikjum í röð án þess að skora.
Þá gerðu KA og Stjarnan markalaust jafntefli á Akureyri. KA-menn hafa gert átta jafntefli í sumar en Stjörnumenn sex.
Mörkin úr leikjum gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan.