Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. ágúst 2020 07:38 Lögreglan í Portland sést hér halda í Chandler Pappas en hann var með Aaron Jay Danielson þegar hann var skotinn til bana í Portland um helgina. Myndin er tekin skömmu eftir skotárásina. Getty/Nathan Howard Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvor öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. Trump kennir Demókrötum sem stjórna Portland, þar á meðal borgarstjóranum Ted Wheeler, um ástandið. Segir Trump að borgarstjórinn hafi kallað dauða og eyðileggingu yfir borgina vegna þess að hann hafi ekki brugðist af nógu mikilli hörku við mótmælunum sem staðið hafa yfir í borginni síðustu mánuði. Ted Wheeler, the wacky Radical Left Do Nothing Democrat Mayor of Portland, who has watched great death and destruction of his City during his tenure, thinks this lawless situation should go on forever. Wrong! Portland will never recover with a fool for a Mayor....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2020 Biden segir á móti að Trump sé með orðum sínum og aðgerðum að hleypa öllu í bál og brand og beinlínis hvetja til ofbeldis á meðal deiluaðila. Borgarstjóri Portland sakar forsetann um slíkt hið sama. „Það sem Bandaríkin þurfa er að þú hættir,“ sagði Wheeler meðal annars um Trump í gær. watch on YouTube Mótmælin gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum hafa verið einna háværust í Portland í allt sumar en síðustu daga hafa stuðningsmenn Trump hópað sig saman og mætt í miðborg Portland þar sem slegið hefur í brýnu milli hópanna. Um helgina var yfirlýstur stuðningsmaður öfgahægrisamtakanna Patriot Prayer, Aaron Jay Danielson, skotinn til bana en lögreglan í Portland segir ekki ljóst hvort að skotárásin tengist beint átökum á milli mótmælenda og stuðningsmanna Trump. watch on YouTube Bandaríkin Donald Trump Black Lives Matter Tengdar fréttir Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. 30. ágúst 2020 09:40 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvor öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. Trump kennir Demókrötum sem stjórna Portland, þar á meðal borgarstjóranum Ted Wheeler, um ástandið. Segir Trump að borgarstjórinn hafi kallað dauða og eyðileggingu yfir borgina vegna þess að hann hafi ekki brugðist af nógu mikilli hörku við mótmælunum sem staðið hafa yfir í borginni síðustu mánuði. Ted Wheeler, the wacky Radical Left Do Nothing Democrat Mayor of Portland, who has watched great death and destruction of his City during his tenure, thinks this lawless situation should go on forever. Wrong! Portland will never recover with a fool for a Mayor....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2020 Biden segir á móti að Trump sé með orðum sínum og aðgerðum að hleypa öllu í bál og brand og beinlínis hvetja til ofbeldis á meðal deiluaðila. Borgarstjóri Portland sakar forsetann um slíkt hið sama. „Það sem Bandaríkin þurfa er að þú hættir,“ sagði Wheeler meðal annars um Trump í gær. watch on YouTube Mótmælin gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum hafa verið einna háværust í Portland í allt sumar en síðustu daga hafa stuðningsmenn Trump hópað sig saman og mætt í miðborg Portland þar sem slegið hefur í brýnu milli hópanna. Um helgina var yfirlýstur stuðningsmaður öfgahægrisamtakanna Patriot Prayer, Aaron Jay Danielson, skotinn til bana en lögreglan í Portland segir ekki ljóst hvort að skotárásin tengist beint átökum á milli mótmælenda og stuðningsmanna Trump. watch on YouTube
Bandaríkin Donald Trump Black Lives Matter Tengdar fréttir Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. 30. ágúst 2020 09:40 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00
Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. 30. ágúst 2020 09:40