Sara Björk Gunarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Lyon sem vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.
Sara Björk var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn fyrir Lyon sem var að vinna Evrópumeistaratitilinn fimmta árið í röð.
Sara lék með Wolfsburg þangað til í sumar, er hún skipti yfir til Frakklands, en mark hennar kom eftir hornspyrnu í kvöld.
Mark Söru sem og önnur mörk Lyon má sjá hér að neðan.