Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2020 18:46 Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent