Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2020 22:54 Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira