Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2020 18:30 Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Isavia sagði 133 upp störfum í gær vegna samdráttar í flugi. Fyrir var staðan alvarleg á Suðurnesjum þar sem langflestir eru atvinnulausir, um 16,5 prósent og konur fleirri en karlar. Verkalýðsforingi segir stöðuna skelfilega. „Staðan er vægast sagt skelfileg. Annað hvort ertu atvinnulaus eða þekkir einhvern sem er atvinnulaus,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Staðan muni versna með haustinu þegar uppsagnarfrestur marga rennur út. Erfiður tími bíður þeirra sem detta brátt út af tekjutengdum bótum. „Þetta er náttúrlega mikið láglaunafólk sem er í mínu félagi og þetta er fólk sem lifir varla á milli mánaðamóta. Þegar sú staða kemur upp að þú ert að lækka meira í launum er fótunum kippt hressilega undan fólki,“ segir Guðbjörg. Margir nái ekki endum saman. „Og maður heyrir allskonar sögur núna þegar skólarnir eru að byrja. Fólk hafi ekki getað fatað börnin upp fyrir skólann og þegar leikskólarnir voru að byrja aftur. Það eru langar raðir hjá velferðarsjóði, kirkjunni og Fjölskylduhjálp. Það er greinilegt að þetta er að taka mikið í hjá fólki,“ segir Guðbjörg. Hún hefur talsverðar áhyggjur af stórum hópi sem er að missa vinnuna í fyrsta sinn eftir langan starfsferil. „Ég hef talsverðar áhyggjur af hópnum sem er á aldrinum 55 til 67 ára. Þetta er fólk sem er búið að vera í vinnu frá því það var 15, 16 og 17 ára. Hefur aldrei verið án vinnu og aldrei unnið önnur störf. Búin að vera í 20 til 30 ár hjá sama atvinnurekanda. Ég hef rosalegar áhyggjur af því að þessir einstaklingar festist á atvinnuleysisbótum vegna þess að þeir hafa kannski ekki aðra starfsreynslu eða telja sig ekki geta unnið við neitt annað. Það eru líka fordómar í atvinnulífinu gagnvart fólki sem er eldra en 55 ára. Ég hef áhyggjur af því að þessi hópur festist í kerfinu og fari ekki aftur út í atvinnulífið.“ Suðurnesjabær Reykjanesbær Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vogar Tengdar fréttir Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Isavia sagði 133 upp störfum í gær vegna samdráttar í flugi. Fyrir var staðan alvarleg á Suðurnesjum þar sem langflestir eru atvinnulausir, um 16,5 prósent og konur fleirri en karlar. Verkalýðsforingi segir stöðuna skelfilega. „Staðan er vægast sagt skelfileg. Annað hvort ertu atvinnulaus eða þekkir einhvern sem er atvinnulaus,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Staðan muni versna með haustinu þegar uppsagnarfrestur marga rennur út. Erfiður tími bíður þeirra sem detta brátt út af tekjutengdum bótum. „Þetta er náttúrlega mikið láglaunafólk sem er í mínu félagi og þetta er fólk sem lifir varla á milli mánaðamóta. Þegar sú staða kemur upp að þú ert að lækka meira í launum er fótunum kippt hressilega undan fólki,“ segir Guðbjörg. Margir nái ekki endum saman. „Og maður heyrir allskonar sögur núna þegar skólarnir eru að byrja. Fólk hafi ekki getað fatað börnin upp fyrir skólann og þegar leikskólarnir voru að byrja aftur. Það eru langar raðir hjá velferðarsjóði, kirkjunni og Fjölskylduhjálp. Það er greinilegt að þetta er að taka mikið í hjá fólki,“ segir Guðbjörg. Hún hefur talsverðar áhyggjur af stórum hópi sem er að missa vinnuna í fyrsta sinn eftir langan starfsferil. „Ég hef talsverðar áhyggjur af hópnum sem er á aldrinum 55 til 67 ára. Þetta er fólk sem er búið að vera í vinnu frá því það var 15, 16 og 17 ára. Hefur aldrei verið án vinnu og aldrei unnið önnur störf. Búin að vera í 20 til 30 ár hjá sama atvinnurekanda. Ég hef rosalegar áhyggjur af því að þessir einstaklingar festist á atvinnuleysisbótum vegna þess að þeir hafa kannski ekki aðra starfsreynslu eða telja sig ekki geta unnið við neitt annað. Það eru líka fordómar í atvinnulífinu gagnvart fólki sem er eldra en 55 ára. Ég hef áhyggjur af því að þessi hópur festist í kerfinu og fari ekki aftur út í atvinnulífið.“
Suðurnesjabær Reykjanesbær Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vogar Tengdar fréttir Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54