Dagskráin hefur ekki verið af verri endanum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarna daga og ekki versnar ástandið í dag.
Veislan hefst strax klukkan 11.30 er UK meistaramótið á Evróputúrnum hefst og klukkan 13.00 fer leikur Kristianstad og Kopparberg/Göteborg af stað.
Klukkutíma síðar er það svo annar fótboltaleikur er Þróttur og Fylkir mætast í Pepsi Max deild kvenna en Arsenal og Liverpool mætast svo í Samfélagsskildinum klukkan 15.30.
Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.15 en leikurinn markar upphafið að enska tímabilinu.
Tvær aðrar útsendingar frá golfmótum eru í dag; BMW meistaramótinu og Walmart NW Arkansas mótinu er einnig á dagsrkánni í dag en alla dagskrána má sjá á vef Stöðvar 2.