Alfreð vill koma sjálfum sér á ról: Ekki verið gaman að geta ekki sýnt sitt rétta andlit Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 15:00 Alfreð Finnbogason í landsleik gegn Andorra í fyrra. VÍSIR/GETTY Alfreð Finnbogason segist hafa ákveðið að fórna landsleikjunum við England og Belgíu í von um að það gagnist bæði sér og landsliðinu til framtíðar. Þetta segir Alfreð í viðtali við Fótbolta.net en auk Alfreðs gáfu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson ekki kost á sér í leikina í Þjóðadeildinni í september. Alfreð segir í raun glórulaust að láta leikmenn mæta í landsleiki á þessum tímapunkti, nú þegar undirbúningstímabil sé í gangi. Hann hafi síðustu fjögur ár ýmist verið að koma úr meiðslum eða spila meiddur með landsliðinu og vilji geta einbeitt sér að því að komast í toppform. „Ég tek þessa ákvörðun út frá því að ég vil koma sjálfum mér á ról. Ég hef ekki spilað 90 mínútna keppnisleik á þessu ári og vil fara í grunninn og spila í hverri viku. Ég er að reyna að hugsa þetta til lengri tíma, ég vonast til að nýtast landsliðinu meira næstu árin ef ég er í toppformi og spila í hverri viku með mínu liði. Það hefur ekki verið gaman til lengri tíma að vera hálflaskaður og geta ekki sýnt sitt rétta andlit. Ég tek þessa ákvörðun fyrir mig en vonandi getur landsliðið hagnast á því til lengri tíma að ég sé í betra formi, það hefur forgang hjá mér akkúrat núna,“ segir Alfreð við Fótbolta.net. Alfreð er leikmaður Augsburg í þýsku 1. deildinni en þar lauk síðustu leiktíð, sem dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, ekki fyrr en 27. júní. Ný leiktíð hefst 18. september og áður en að því kemur verður leikið í þýska bikarnum. Meiðst nokkuð oft upp á síðkastið með landsliðinu Alfreð viðurkennir að landsliðsþjálfararnir hafi verið svekktir með ákvörðunina enda sjái þeir leikina einnig fyrir sér sem undirbúningsleiki fyrir EM-umspilið mikilvæga í október. Hann vonast þó eftir skilningi á sinni stöðu. „Á sama tíma finnst mér það gríðarlega ósanngjarnt gagnvart mínu liði að fara svona stuttu fyrir mót. Ég myndi ná fyrstu æfingu þegar ég kæmi til baka á fimmtudegi og svo er fyrsti keppnisleikur á laugardegi. Maður hefur meiðst nokkuð oft uppá síðkastið með landsliðinu og maður fann það aðeins frá félaginu að þolinmæðin væri á þrotum. Mér finnst ég hafa ákveðna skuldbindingu gagnvart félaginu mínu, sem ég framlengdi samning minn við fyrir ári síðan. Ég þarf að borga til baka og standa mig þar,“ segir Alfreð en ítarlegt viðtal við hann má sjá á Fótbolta.net. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Alfreð Finnbogason segist hafa ákveðið að fórna landsleikjunum við England og Belgíu í von um að það gagnist bæði sér og landsliðinu til framtíðar. Þetta segir Alfreð í viðtali við Fótbolta.net en auk Alfreðs gáfu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson ekki kost á sér í leikina í Þjóðadeildinni í september. Alfreð segir í raun glórulaust að láta leikmenn mæta í landsleiki á þessum tímapunkti, nú þegar undirbúningstímabil sé í gangi. Hann hafi síðustu fjögur ár ýmist verið að koma úr meiðslum eða spila meiddur með landsliðinu og vilji geta einbeitt sér að því að komast í toppform. „Ég tek þessa ákvörðun út frá því að ég vil koma sjálfum mér á ról. Ég hef ekki spilað 90 mínútna keppnisleik á þessu ári og vil fara í grunninn og spila í hverri viku. Ég er að reyna að hugsa þetta til lengri tíma, ég vonast til að nýtast landsliðinu meira næstu árin ef ég er í toppformi og spila í hverri viku með mínu liði. Það hefur ekki verið gaman til lengri tíma að vera hálflaskaður og geta ekki sýnt sitt rétta andlit. Ég tek þessa ákvörðun fyrir mig en vonandi getur landsliðið hagnast á því til lengri tíma að ég sé í betra formi, það hefur forgang hjá mér akkúrat núna,“ segir Alfreð við Fótbolta.net. Alfreð er leikmaður Augsburg í þýsku 1. deildinni en þar lauk síðustu leiktíð, sem dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, ekki fyrr en 27. júní. Ný leiktíð hefst 18. september og áður en að því kemur verður leikið í þýska bikarnum. Meiðst nokkuð oft upp á síðkastið með landsliðinu Alfreð viðurkennir að landsliðsþjálfararnir hafi verið svekktir með ákvörðunina enda sjái þeir leikina einnig fyrir sér sem undirbúningsleiki fyrir EM-umspilið mikilvæga í október. Hann vonast þó eftir skilningi á sinni stöðu. „Á sama tíma finnst mér það gríðarlega ósanngjarnt gagnvart mínu liði að fara svona stuttu fyrir mót. Ég myndi ná fyrstu æfingu þegar ég kæmi til baka á fimmtudegi og svo er fyrsti keppnisleikur á laugardegi. Maður hefur meiðst nokkuð oft uppá síðkastið með landsliðinu og maður fann það aðeins frá félaginu að þolinmæðin væri á þrotum. Mér finnst ég hafa ákveðna skuldbindingu gagnvart félaginu mínu, sem ég framlengdi samning minn við fyrir ári síðan. Ég þarf að borga til baka og standa mig þar,“ segir Alfreð en ítarlegt viðtal við hann má sjá á Fótbolta.net.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
„Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46
Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15