Körfubolti

Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Donald Trump er í hópi þeirra sem vill að íþróttafólk einbeiti sér að því að spila og taki sem minnstan þátt í samfélagsumræðunni.
Donald Trump er í hópi þeirra sem vill að íþróttafólk einbeiti sér að því að spila og taki sem minnstan þátt í samfélagsumræðunni. getty/Nick Laham

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lítinn húmor fyrir atburðunum í Orlando, Flórída þar sem keppni í NBA-deildinni fer nú fram.

Leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að mæta til leiks gegn Orlando Magic í fyrradag til að mótmæla skotárásinni á Jacob Blake í Kenosha, Wisconsin, heimaríki Milwaukee, á sunnudaginn.

Í kjölfarið var öðrum leikjum í NBA og í öðrum íþróttadeildum í Bandaríkjunum frestað. Jafnvel var rætt um að úrslitakeppnin í NBA yrði blásin af en nú stefnir allt í að hún haldi áfram.

Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Trump er á öndverðu meiði.

„NBA er eins og stjórnmálasamtök og það er ekki gott. Ég held að það sé ekki gott fyrir íþróttir eða þjóðina,“ sagði Trump og benti á að áhorfið á NBA væri ekki mikið.

„Ég veit ekki mikið um NBA en ég veit að áhorfstölurnar eru slæmar því ég held að fólk sé þreytt á NBA. Áhorfið hefur verið slæmt og það er miður.“

Flokksþingi Repúblikana lauk í gær með ræðu Trumps þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins til forsetakosninganna. Trump fór hann mikinn í ræðu sinni í gær en fór ansi frjálslega með sannleikann.


Tengdar fréttir

„Flóðbylgja ósanninda“ í ræðu Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs.

Segir úrslitakeppni NBA halda áfram um helgina

Körfuboltamenn NBA-liðanna hafa ákveðið að byrja aftur að spila í úrslitakeppninni sem hlé varð á í gær þegar þremur leikjum var frestað vegna mótmæla leikmanna.

Öllum leikjum kvöldsins frestað

Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×