Reglunum breytt eftir undanþágu Slóvaka | Enska landsliðið skikkað í skimun Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 14:43 Marcus Rashford, Harry Kane og Raheem Sterling þurfa að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli. VÍSIR/GETTY Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30