Yfir 40 veiðisvæði á vefsölunni Karl Lúðvíksson skrifar 13. maí 2020 10:00 Ungir sem aldnir verða örugglega á fullu við að veiða í sumar. Veiðimenn eru þessa dagana að komast í veiðigírinn enda er einn skemmtilegasti tími ársins framundan en það er sá tími sem silungurinn fer að komast í tökustuð. Úrvalið af veiði sem er í boði á Íslandi er einstakt og verðin í silungsveiðina yfirleitt mjög hagkvæm enda er veiðivon á flestum veiðisvæðum landsins góð, í raun svo góð að hingað flykkjast erlendir veiðimenn til að veiða silung. Það hefur löngum verið haldið fram að erlendir veiðimenn komi hingað aðeins í dýra laxveiði en sá hópur sem hingað sækir í silung fer ört stækkandi. Ástæðan er bara sú að hér komast veiðimenn í þau veiðigæði sem eru vandfundin í flestum löndum. Veiðivísir hefur verið að skoða vefsölurnar hjá nokkrumveiðileyfasölum og úrvalið er gott. Veiða.is hefur til að mynda um það bil fjörtíu veiðisvæði á vefsölunni og það sem flestir eru að skoða þar í dag er silungsveiðin. Það má til dæmis finna leyfi í Brúará, Eldvatn, Fossá, Fremri LaxáGaltalæk, Hlíðarvatn, Hörðudalsá, Hraun í ÖlfusiHVols- og Staðarhólsá, silungasvæðin í Laxá neðan stíflku, Lónsá, silungasvæði Miðfjarðarár, Minnivallalæk og Vantamót bara svo fá ein séu nefnd. Kíktu á www.veida.is og þú finnur örugglega leyfi á verði sem passar þér. Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði
Veiðimenn eru þessa dagana að komast í veiðigírinn enda er einn skemmtilegasti tími ársins framundan en það er sá tími sem silungurinn fer að komast í tökustuð. Úrvalið af veiði sem er í boði á Íslandi er einstakt og verðin í silungsveiðina yfirleitt mjög hagkvæm enda er veiðivon á flestum veiðisvæðum landsins góð, í raun svo góð að hingað flykkjast erlendir veiðimenn til að veiða silung. Það hefur löngum verið haldið fram að erlendir veiðimenn komi hingað aðeins í dýra laxveiði en sá hópur sem hingað sækir í silung fer ört stækkandi. Ástæðan er bara sú að hér komast veiðimenn í þau veiðigæði sem eru vandfundin í flestum löndum. Veiðivísir hefur verið að skoða vefsölurnar hjá nokkrumveiðileyfasölum og úrvalið er gott. Veiða.is hefur til að mynda um það bil fjörtíu veiðisvæði á vefsölunni og það sem flestir eru að skoða þar í dag er silungsveiðin. Það má til dæmis finna leyfi í Brúará, Eldvatn, Fossá, Fremri LaxáGaltalæk, Hlíðarvatn, Hörðudalsá, Hraun í ÖlfusiHVols- og Staðarhólsá, silungasvæðin í Laxá neðan stíflku, Lónsá, silungasvæði Miðfjarðarár, Minnivallalæk og Vantamót bara svo fá ein séu nefnd. Kíktu á www.veida.is og þú finnur örugglega leyfi á verði sem passar þér.
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði