Ásmundur nýtur trausts hjá Fjölni: „Stöndum við bakið á okkar manni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 12:04 Úr leik Fylkis og Fjölnis í gær. Árbæingar unnu 2-0 sigur með mörkum Ásgeirs Eyþórssonar og Valdimars Þór Ingimundarsonar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er tímabili nýtur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, trausts stjórnar knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, í stuttu máli ekki. Við stöndum við bakið á okkar manni,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, aðspurður hvort það hefði komið til tals að skipta um þjálfara hjá liðinu. Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildar karla með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti, og hefur ekki enn unnið leik. Í gær tapaði Fjölnir fyrir Fylki, 2-0. „Fyrst og síðast þurfum við að fá úrslit inni á vellinum. Við teljum okkur hafa hafa eitthvað verið óheppna með meiðsli, færanýtingu og annað slíkt. En í lok dagsins eru það bara stigin á töflunni sem telja og þau hafa ekki verið nógu mörg hingað til. En við höfum fulla trú á Ása og þjálfarateyminu. Það vinnur sína vinnu vel að okkar mati,“ sagði Kolbeinn. Félagaskiptaglugginn er opinn og verður opinn til 1. september. Fjölnismenn freista þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. „Við erum að skoða leikmenn, bæði innanlands og erlendis. En þetta er gamla klisjan, það eru margir um hituna og að bítast um sömu leikmennina. Vonandi kemur eitthvað nánar í ljós á næstu tveimur dögum. Við stefnum á að styrkja liðið, engin spurning. Við ætlum ekkert að leggja árar í bát og erum ekki hættir þótt stigin séu fá. Þetta er fljótt að snúast við og við eigum tíu leiki eftir,“ sagði Kolbeinn. Fjölnir átti að mæta Breiðabliki á sunnudaginn en þeim leik var frestað vegna þátttöku Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar. Samkvæmt dagskránni er næsti leikur Fjölnis ekki fyrr en gegn Gróttu mánudaginn 14. september, eftir þrjár vikur. Kolbeinn á síður von á því að það líði svo langt á milli leikja. „KSÍ og félögin berjast í þessu á hverjum einasta degi, að hreyfa og færa mótið til. Ég neita að trúa því að það komi þriggja vikna hlé hjá okkur. Það þarf að spila þétt ef þetta á að klárast fyrir jól. Það er verið að reyna að færa leiki,“ sagði Kolbeinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er tímabili nýtur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, trausts stjórnar knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, í stuttu máli ekki. Við stöndum við bakið á okkar manni,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, aðspurður hvort það hefði komið til tals að skipta um þjálfara hjá liðinu. Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildar karla með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti, og hefur ekki enn unnið leik. Í gær tapaði Fjölnir fyrir Fylki, 2-0. „Fyrst og síðast þurfum við að fá úrslit inni á vellinum. Við teljum okkur hafa hafa eitthvað verið óheppna með meiðsli, færanýtingu og annað slíkt. En í lok dagsins eru það bara stigin á töflunni sem telja og þau hafa ekki verið nógu mörg hingað til. En við höfum fulla trú á Ása og þjálfarateyminu. Það vinnur sína vinnu vel að okkar mati,“ sagði Kolbeinn. Félagaskiptaglugginn er opinn og verður opinn til 1. september. Fjölnismenn freista þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. „Við erum að skoða leikmenn, bæði innanlands og erlendis. En þetta er gamla klisjan, það eru margir um hituna og að bítast um sömu leikmennina. Vonandi kemur eitthvað nánar í ljós á næstu tveimur dögum. Við stefnum á að styrkja liðið, engin spurning. Við ætlum ekkert að leggja árar í bát og erum ekki hættir þótt stigin séu fá. Þetta er fljótt að snúast við og við eigum tíu leiki eftir,“ sagði Kolbeinn. Fjölnir átti að mæta Breiðabliki á sunnudaginn en þeim leik var frestað vegna þátttöku Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar. Samkvæmt dagskránni er næsti leikur Fjölnis ekki fyrr en gegn Gróttu mánudaginn 14. september, eftir þrjár vikur. Kolbeinn á síður von á því að það líði svo langt á milli leikja. „KSÍ og félögin berjast í þessu á hverjum einasta degi, að hreyfa og færa mótið til. Ég neita að trúa því að það komi þriggja vikna hlé hjá okkur. Það þarf að spila þétt ef þetta á að klárast fyrir jól. Það er verið að reyna að færa leiki,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04