Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 08:30 Lionel Messi faðmar Pep Guardiola í einum af lokaleikjum þeirra saman hjá Barcelona. Getty/David Ramos Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira