Þyrluferðin „óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“ Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2020 07:41 Rósa Björk Brynjólsson sakar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um dómgreindarbrest í færslu á Twitter. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gagnrýnt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra harðlega, sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar, fyrir ferð þar sem ráðherra var fluttur úr hestaferð á Suðurlandi til Reykjavíkur og svo aftur til baka með þyrlu Gæslunnar. „Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings,“ segir Rósa Björk í færslu á Twitter þar sem hún vísar í frétt Stundarinnar sem greindi fyrst frá málinu. Ráðherra fór í smitgát daginn eftir umrædda þyrluferð, eftir að tilkynnt hafði verið um hópsmitið á Hótel Rangá þar sem ríkisstjórnin snæddi kvöldverð síðastliðinn fimmtudag. Ráðherra hafði verið fluttur til Reykjavíkur til að sækja samráðsfund heilbrigðisráðherra. Eitt að starfsmenn @gaeslan sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings. https://t.co/580YAM0OJA— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) August 24, 2020 Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við RÚV að Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið Áslaugu Örnu í ferðina. Þyrlan hafi verið að störfum við Langjökul þennan dag og hafi ekki verið gerðar neinar tímabreytingar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherrrans. Ennfremur er haft eftir Ásgeiri að flugstjóri þyrlunnar sé nú í sóttkví þar sem hann hafi reynst í svokölluðum innri hring hópsmitsins á Hótel Rangá þar sem hann hafi fengið sér morgunmat á hótelinu á sunnudagsmorgun. Ráðherra var hins vegar í ytri hring smitsins. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gagnrýnt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra harðlega, sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar, fyrir ferð þar sem ráðherra var fluttur úr hestaferð á Suðurlandi til Reykjavíkur og svo aftur til baka með þyrlu Gæslunnar. „Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings,“ segir Rósa Björk í færslu á Twitter þar sem hún vísar í frétt Stundarinnar sem greindi fyrst frá málinu. Ráðherra fór í smitgát daginn eftir umrædda þyrluferð, eftir að tilkynnt hafði verið um hópsmitið á Hótel Rangá þar sem ríkisstjórnin snæddi kvöldverð síðastliðinn fimmtudag. Ráðherra hafði verið fluttur til Reykjavíkur til að sækja samráðsfund heilbrigðisráðherra. Eitt að starfsmenn @gaeslan sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings. https://t.co/580YAM0OJA— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) August 24, 2020 Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við RÚV að Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið Áslaugu Örnu í ferðina. Þyrlan hafi verið að störfum við Langjökul þennan dag og hafi ekki verið gerðar neinar tímabreytingar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherrrans. Ennfremur er haft eftir Ásgeiri að flugstjóri þyrlunnar sé nú í sóttkví þar sem hann hafi reynst í svokölluðum innri hring hópsmitsins á Hótel Rangá þar sem hann hafi fengið sér morgunmat á hótelinu á sunnudagsmorgun. Ráðherra var hins vegar í ytri hring smitsins.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira