Hvetjandi eða letjandi almenningssamgöngur í Garðabæ? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2020 10:00 Almenningssamgöngur gegna öllu jafna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu hverfa og hafa meðal annars áhrif á val fólks um búsetu. Í Garðabæ á mikil og hröð uppbygging sér stað vítt og breytt um sveitarfélagið sem hefur leitt til þess að íbúabyggð Garðabæjar er nokkuð dreifðari en áður var. Þetta á ekki síst við eftir að Garðabær sameinaðist Álftanesi og þar með öðrum byggðakjarna. Frá Álftanesi er nokkur spotti í nauðsynlega þjónustu, líkt og íþróttir og tómstundir barna og ungmenna eða í matvöruverslun. Annað nýtt hverfi í Garðabæ er Urriðaholtið, sem vex hratt og er svo komið að bæta þyrfti við nýjum leikskóla í hverfið sem allra fyrst, auk þeirra skóla sem þegar hafa risið. Almenningssamgöngur í formi pöntunarkerfis Þegar kemur að almenningssamgöngum í Garðabæ er víða pottur brotinn og tillögum minnihlutans um að bjóða öllum íbúum upp á sömu þjónustu hefur verið hafnað. Bæjarstjóri hefur sagt almenningssamgöngur nægjanlegar fyrir ungmenni til að stunda íþróttir og tómstundir innan sveitarfélagsins og því sé allt í góðu standi. En þegar betur er að gáð þá byggist sú þjónusta ýmist á pöntunarkerfi Strætó bs. eða á leigubílaaksti í boði sveitarfélagsins. Fáir virðast reyndar vita nokkuð um möguleikann á leigubílaakstri, enda eru engar upplýsingar um hann sjáanlegar á vef Garðabæjar. Almenningssamgöngur og heilsueflandi samfélag Í hverfi Garðabæjar, svo sem á Álftanesið og Urriðaholtið, flytjast fjölskyldur sem þurfa meiri þjónustu en verið er að veita. Skert þjónusta, t.a.m. í almenningssamgöngum, getur dregið úr ástundun barna og ungmenna í íþróttastarfi þegar erfitt er að komast á æfingar án þess að foreldrar þurfi í sífellu að skjótast úr vinnu til að standa í skutli. Slíkt getur ekki talist til fyrirmyndar í sveitarfélagi sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag. Skref í rétta átt væri að hafa góðar göngu- og hjólaleiðir frá þessum hverfum að íþróttaiðkun, a.m.k yfir sumartímann. Því miður er það ekki raunin. Hver er framtíðarsýnin? Nú liggja fyrir kostnaðaráætlanir frá Strætó um bætta samgönguþjónustu í Garðabæ. Annars vegar byggir hún á fastri áætlun sem tryggir ekki bara þjónustu heldur ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Hins vegar er gert ráð fyrir pöntunarkerfi sem er letjandi fyrir notendur og gerir ráð fyrir að börn og ungmenni þurfi að panta hverja ferð með því að hringja með góðum fyrirvara. Kostnaðurinn við fasta áætlun, sem hvetur til aukinnar notkunar til framtíðar virðist standa í meirihlutanum. Það skýtur svolítið skökku við þegar við sjáum viljann til framkvæmda á stóra sviðinu í eitt og annað þar sem betur mætti fara með almannafé á meðan engin metnaður er fyrir því að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ. Góðar almenningssamgöngur eru hluti af þeirri þjónustu sem við viljum tryggja öllum íbúum í Garðabæ, svo vel sé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Strætó Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningssamgöngur gegna öllu jafna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu hverfa og hafa meðal annars áhrif á val fólks um búsetu. Í Garðabæ á mikil og hröð uppbygging sér stað vítt og breytt um sveitarfélagið sem hefur leitt til þess að íbúabyggð Garðabæjar er nokkuð dreifðari en áður var. Þetta á ekki síst við eftir að Garðabær sameinaðist Álftanesi og þar með öðrum byggðakjarna. Frá Álftanesi er nokkur spotti í nauðsynlega þjónustu, líkt og íþróttir og tómstundir barna og ungmenna eða í matvöruverslun. Annað nýtt hverfi í Garðabæ er Urriðaholtið, sem vex hratt og er svo komið að bæta þyrfti við nýjum leikskóla í hverfið sem allra fyrst, auk þeirra skóla sem þegar hafa risið. Almenningssamgöngur í formi pöntunarkerfis Þegar kemur að almenningssamgöngum í Garðabæ er víða pottur brotinn og tillögum minnihlutans um að bjóða öllum íbúum upp á sömu þjónustu hefur verið hafnað. Bæjarstjóri hefur sagt almenningssamgöngur nægjanlegar fyrir ungmenni til að stunda íþróttir og tómstundir innan sveitarfélagsins og því sé allt í góðu standi. En þegar betur er að gáð þá byggist sú þjónusta ýmist á pöntunarkerfi Strætó bs. eða á leigubílaaksti í boði sveitarfélagsins. Fáir virðast reyndar vita nokkuð um möguleikann á leigubílaakstri, enda eru engar upplýsingar um hann sjáanlegar á vef Garðabæjar. Almenningssamgöngur og heilsueflandi samfélag Í hverfi Garðabæjar, svo sem á Álftanesið og Urriðaholtið, flytjast fjölskyldur sem þurfa meiri þjónustu en verið er að veita. Skert þjónusta, t.a.m. í almenningssamgöngum, getur dregið úr ástundun barna og ungmenna í íþróttastarfi þegar erfitt er að komast á æfingar án þess að foreldrar þurfi í sífellu að skjótast úr vinnu til að standa í skutli. Slíkt getur ekki talist til fyrirmyndar í sveitarfélagi sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag. Skref í rétta átt væri að hafa góðar göngu- og hjólaleiðir frá þessum hverfum að íþróttaiðkun, a.m.k yfir sumartímann. Því miður er það ekki raunin. Hver er framtíðarsýnin? Nú liggja fyrir kostnaðaráætlanir frá Strætó um bætta samgönguþjónustu í Garðabæ. Annars vegar byggir hún á fastri áætlun sem tryggir ekki bara þjónustu heldur ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Hins vegar er gert ráð fyrir pöntunarkerfi sem er letjandi fyrir notendur og gerir ráð fyrir að börn og ungmenni þurfi að panta hverja ferð með því að hringja með góðum fyrirvara. Kostnaðurinn við fasta áætlun, sem hvetur til aukinnar notkunar til framtíðar virðist standa í meirihlutanum. Það skýtur svolítið skökku við þegar við sjáum viljann til framkvæmda á stóra sviðinu í eitt og annað þar sem betur mætti fara með almannafé á meðan engin metnaður er fyrir því að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ. Góðar almenningssamgöngur eru hluti af þeirri þjónustu sem við viljum tryggja öllum íbúum í Garðabæ, svo vel sé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun