Sara Sigmunds: Kveikti virkilega í mér að sjá þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 07:30 Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í ár. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana og þá var gott fyrir hana að sjá síðu heimsleikanna rifja það upp þegar Sara stimplaði sig inn sem þriðja íslenska drottningin á heimsleikunum. Þegar CrossFit heimurinn hélt að litla Íslands ætti bara tvær CrossFir drottningar í allra fremstu röð þá mætti sú þriðja til leiks með stæl. Heimsleikarnir fyrir fimm árum voru eftirminnilegir fyrir margar sakir. Það er innan við mánuður í heimsleikana í CrossFit og forráðamenn leikanna eru duglegir við að rifja upp eftirminnilegar stundir frá leikunum á síðustu árum. Ísland hefur átt marga frábæra keppendur og kemur því oft fyrir í slíkum upprifjunum. Það á einnig við um þá sem birtist í gær. „Ertu nokkuð búinn að gleyma þegar þú sást Söru Sigmundsdóttur fyrst?“ Svo byrjar ný færsla á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. View this post on Instagram Repost from @emily_rolfe19 When ya girl is stoked for you to get that games ticket! . #tdshots for #sarasigmundsdottir #sonyalpha #bealphasports #gettysport #gettysports #crossfitgames #wza #wodapalooza #miami #niketraining #hype #SDMsports #complexsports #hypebeastsports #crossfit #compete #support @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Apr 6, 2020 at 12:39pm PDT Sara Sigmunsdóttir skaust fram í sviðsljósið á heimsleikunum fyrir fimm árum síðan með frábærri frammistöðu sinni í grein á föstudagskvöldinu á heimsleikunum 2015. Sara pakkaði öllum hinum stelpunum saman og tók um leið forystuna í keppninni. Þetta var fimmta greinin á leikunum og Sara hafði best náð fjórða sætinu í fyrstu fjórum. Hún varð níunda í bæði þriðju og fjórðu greininni. CrossFit samfélagið fékk að hafa áhrif á æfinguna og þar var kosið um að hækka þyngdina á stönginni úr 105 pundum í 144 pund hjá konunum sem jafngildir því að fara úr 47 kílóum í rúm 65 kíló. Sara sýndi styrk sinn með því að rústa þessari æfingu og það með bros á vör. Sara endaði á því að klára æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum. Hún var næstum því 54 sekúndum á undan næstu konu sem var landa hennar Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara átti eftir að vera í toppbaráttunni til enda keppninnar 2015 en missti af sigri í lokin og endaði þriðja. Þetta voru hennar fyrstu heimsleikar. Katrín Tanja Davíðsdóttir fór hins vegar alla leið og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í CrossFit. Áður haðfi Anníe Mist Þórisdóttir orðið tvisvar heimsmeistari. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndbrot þegar CrossFit heimurinn uppgötvaði nýjustu íslensku stórstjörnuna í CrossFit og fékk að kynnast keppnishörku og útgeislun Suðurnesjamærinnar. Sara endurbirti myndbandið á sinni síðu en hún hafði mjög gaman að þessu og sagði að þetta myndband hafi kveikt í henni í miðjum undirbúningi fyrir heimaleikana. Hún sagði það að þetta sé enn uppáhaldsminning hennar frá leikunum og það er auðvelt að trúa því. „Þetta kveikir virkilega í mér,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Seeing this posted on the @crossfitgames IG this morning brought me that warm and fuzzy Games feeling. The 2015 Heavy DT" is definitely my favorite Games memory of them all and this really me up! #younggrasshopper #crossfitgames #2015 #memorylane A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 24, 2020 at 11:11am PDT CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana og þá var gott fyrir hana að sjá síðu heimsleikanna rifja það upp þegar Sara stimplaði sig inn sem þriðja íslenska drottningin á heimsleikunum. Þegar CrossFit heimurinn hélt að litla Íslands ætti bara tvær CrossFir drottningar í allra fremstu röð þá mætti sú þriðja til leiks með stæl. Heimsleikarnir fyrir fimm árum voru eftirminnilegir fyrir margar sakir. Það er innan við mánuður í heimsleikana í CrossFit og forráðamenn leikanna eru duglegir við að rifja upp eftirminnilegar stundir frá leikunum á síðustu árum. Ísland hefur átt marga frábæra keppendur og kemur því oft fyrir í slíkum upprifjunum. Það á einnig við um þá sem birtist í gær. „Ertu nokkuð búinn að gleyma þegar þú sást Söru Sigmundsdóttur fyrst?“ Svo byrjar ný færsla á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. View this post on Instagram Repost from @emily_rolfe19 When ya girl is stoked for you to get that games ticket! . #tdshots for #sarasigmundsdottir #sonyalpha #bealphasports #gettysport #gettysports #crossfitgames #wza #wodapalooza #miami #niketraining #hype #SDMsports #complexsports #hypebeastsports #crossfit #compete #support @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Apr 6, 2020 at 12:39pm PDT Sara Sigmunsdóttir skaust fram í sviðsljósið á heimsleikunum fyrir fimm árum síðan með frábærri frammistöðu sinni í grein á föstudagskvöldinu á heimsleikunum 2015. Sara pakkaði öllum hinum stelpunum saman og tók um leið forystuna í keppninni. Þetta var fimmta greinin á leikunum og Sara hafði best náð fjórða sætinu í fyrstu fjórum. Hún varð níunda í bæði þriðju og fjórðu greininni. CrossFit samfélagið fékk að hafa áhrif á æfinguna og þar var kosið um að hækka þyngdina á stönginni úr 105 pundum í 144 pund hjá konunum sem jafngildir því að fara úr 47 kílóum í rúm 65 kíló. Sara sýndi styrk sinn með því að rústa þessari æfingu og það með bros á vör. Sara endaði á því að klára æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum. Hún var næstum því 54 sekúndum á undan næstu konu sem var landa hennar Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara átti eftir að vera í toppbaráttunni til enda keppninnar 2015 en missti af sigri í lokin og endaði þriðja. Þetta voru hennar fyrstu heimsleikar. Katrín Tanja Davíðsdóttir fór hins vegar alla leið og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í CrossFit. Áður haðfi Anníe Mist Þórisdóttir orðið tvisvar heimsmeistari. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndbrot þegar CrossFit heimurinn uppgötvaði nýjustu íslensku stórstjörnuna í CrossFit og fékk að kynnast keppnishörku og útgeislun Suðurnesjamærinnar. Sara endurbirti myndbandið á sinni síðu en hún hafði mjög gaman að þessu og sagði að þetta myndband hafi kveikt í henni í miðjum undirbúningi fyrir heimaleikana. Hún sagði það að þetta sé enn uppáhaldsminning hennar frá leikunum og það er auðvelt að trúa því. „Þetta kveikir virkilega í mér,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Seeing this posted on the @crossfitgames IG this morning brought me that warm and fuzzy Games feeling. The 2015 Heavy DT" is definitely my favorite Games memory of them all and this really me up! #younggrasshopper #crossfitgames #2015 #memorylane A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 24, 2020 at 11:11am PDT
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira