Boltastrákur á fræga 4-0 sigrinum á móti Barca spilaði fyrir Liverpool liðið um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 09:00 Billy Koumetio nýtur þess að fá að æfa með aðalliði Liverpool í æfingaferðinni í Austurríki. Getty/ John Powell 4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar. Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar.
Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira