Borgun varar við sms-skilaboðum fjársvikara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 15:35 Borgun varar við skilaboðum fjársvikahrappa. Vísir/ERNIR Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks. Í skilaboðum sem fólki hefur borist undanfarið er móttakandanum sagt að mistök hafi verið gerð við greiðslu á kortareikningi, aðilinn hafi borgað hann tvisvar og að korti viðkomandi hafi því verið lokað. Fólk er þar næst hvatt til að heimsækja vefsíðu og gefa þar upp kortaupplýsingar sínar til að opna kortið að nýju og fá ofgreiðsluna endurgreidda. Þetta er ekki raunin. Með því að gefa upp kortaupplýsingar sem fjársvikararnir ásælist geti þeir svikið af fólki peninga. Vefsíðan sem vísað er á er þá hönnuð í útliti Borgunar og stór yfirlitsmynd af Reykjavík er á síðunni. Borgun segir í tilkynningu að aldrei sé beðið um kortaupplýsingar fólks í tölvupósti, í gegn um sms eða með símtali. Korthöfum sé ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax. „Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600 eða senda skilaboð á borgun@borgun.is.Tekið skal skýrt fram að Borgun hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikatilraun þar sem nafn og merki fyrirtækisins er notað í blekkingarskyni,“ segir í tilkynningu frá Borgun. Þá hefur málið verið tilkynnt lögregluyfirvöldum, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendum í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til fjársvika. Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00 Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06 Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks. Í skilaboðum sem fólki hefur borist undanfarið er móttakandanum sagt að mistök hafi verið gerð við greiðslu á kortareikningi, aðilinn hafi borgað hann tvisvar og að korti viðkomandi hafi því verið lokað. Fólk er þar næst hvatt til að heimsækja vefsíðu og gefa þar upp kortaupplýsingar sínar til að opna kortið að nýju og fá ofgreiðsluna endurgreidda. Þetta er ekki raunin. Með því að gefa upp kortaupplýsingar sem fjársvikararnir ásælist geti þeir svikið af fólki peninga. Vefsíðan sem vísað er á er þá hönnuð í útliti Borgunar og stór yfirlitsmynd af Reykjavík er á síðunni. Borgun segir í tilkynningu að aldrei sé beðið um kortaupplýsingar fólks í tölvupósti, í gegn um sms eða með símtali. Korthöfum sé ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax. „Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600 eða senda skilaboð á borgun@borgun.is.Tekið skal skýrt fram að Borgun hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikatilraun þar sem nafn og merki fyrirtækisins er notað í blekkingarskyni,“ segir í tilkynningu frá Borgun. Þá hefur málið verið tilkynnt lögregluyfirvöldum, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendum í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til fjársvika.
Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00 Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06 Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00
Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06
Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03