Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 15:35 Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa tekið þátt í mótmælum. Getty/ Nikolai Petro Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Forsetinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að kveða niður mótmælaölduna sem hefur riðið yfir landið. Lúkasjenkó ýjaði einnig að því í dag að þeir verkamenn sem hafa tekið þátt í mótmælunum yrðu reknir. „Ef verksmiðjan er ekki starfandi skulum við læsa hliðum hennar frá og með mánudegi, bindum enda á þetta,“ hafði rússneska fréttastofan RIA eftir Lúkasjenkó. „Fólk mun róast og við munum ákveða hverjir fá að vinna.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninga voru birtar. Margir telja að forsetinn hafi beitt kosningasvindli og krefjast mótmælendur þess að nýjar kosningar verði haldnar. Forsetinn hefur alfarið neitað því að kosningasvindli hafi verið beitt. Fjöldi verkamanna úr ríkisreknum verksmiðjum hafa tekið þátt í mótmælunum undanfarnar vikur. Aðal andstæðingur Lúkasjenkó, Svetlana Tsikhanovskaya, sagði í samtali við Reuters í dga að hún liti á sig sem táknmynd breytinga. Tsikhanovskaya flúði til Litháen daginn eftir kosningar og heldur þar til ásamt börnum sínum. Lúkasjenkó sagði í dag, án þess að nefna nokkurn á nafn, að skipuleggjendur mótmælanna „héldu til í nágrannalöndunum“ og nytu pólitísks stuðnings leiðtoga þessara landa. Tveir leiðtogar nýstofnaðs stjórnarandstöðuráðs í Hvíta-Rússlandi voru yfirheyrðir í gær vegna dómsmáls sem hefur verið höfðað vegna þess sem Lúkasjenkó telur vera valdaránstilraun. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Forsetinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að kveða niður mótmælaölduna sem hefur riðið yfir landið. Lúkasjenkó ýjaði einnig að því í dag að þeir verkamenn sem hafa tekið þátt í mótmælunum yrðu reknir. „Ef verksmiðjan er ekki starfandi skulum við læsa hliðum hennar frá og með mánudegi, bindum enda á þetta,“ hafði rússneska fréttastofan RIA eftir Lúkasjenkó. „Fólk mun róast og við munum ákveða hverjir fá að vinna.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninga voru birtar. Margir telja að forsetinn hafi beitt kosningasvindli og krefjast mótmælendur þess að nýjar kosningar verði haldnar. Forsetinn hefur alfarið neitað því að kosningasvindli hafi verið beitt. Fjöldi verkamanna úr ríkisreknum verksmiðjum hafa tekið þátt í mótmælunum undanfarnar vikur. Aðal andstæðingur Lúkasjenkó, Svetlana Tsikhanovskaya, sagði í samtali við Reuters í dga að hún liti á sig sem táknmynd breytinga. Tsikhanovskaya flúði til Litháen daginn eftir kosningar og heldur þar til ásamt börnum sínum. Lúkasjenkó sagði í dag, án þess að nefna nokkurn á nafn, að skipuleggjendur mótmælanna „héldu til í nágrannalöndunum“ og nytu pólitísks stuðnings leiðtoga þessara landa. Tveir leiðtogar nýstofnaðs stjórnarandstöðuráðs í Hvíta-Rússlandi voru yfirheyrðir í gær vegna dómsmáls sem hefur verið höfðað vegna þess sem Lúkasjenkó telur vera valdaránstilraun.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32